Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti og hann ber upp á seinni dag fjölgreindaleikanna í ár. Leikarnir eru því helgaðir baráttunni gegn einelti og fer vel á því, því að fátt stuðlar að betri skólaanda og skólabrag. Nemendur vinna saman í 15 manna liðum þvert á árganga og glíma við ótrúlegustu verkefni sem reyna á bæði hug og hönd. Elstu nemendurnir eru liðsstjórar og leggja sig fram við að búa til góðan liðsanda og hvetja til samvinnu og samstarfs.
Í tilefni dagsins koma elstu nemendur leikskólanna í hverfinu í hverfinu og kynna sér fjölgreindaleikanna og fá að taka þátt í ævintýrinu.