fyrstubekkingar

Fyrstubekkingar buðu foreldrum í heimsókn

fyrstubekkingar
Dagurinn hjá fyrstubekkingum í Salaskóla hófst með foreldrasýningu í salnum. Foreldrar mættu í morgunsárið inn í sal  og krakkarnir sungu fyrir þau fjölmörg lög undir stjórn Heiðu og Ragnheiðar tónmenntakennara og síðan fóru þau með langt ljóð um dýrin í Afríku með tilheyrandi söng. Salurinn var einmitt skreyttur með þeirra eigin litríku myndum af dýrunum í Afríku. Gaman var að sjá hvað krakkarnir stóðu sig vel og allir voru með. Eftir sýninguna í salnum fóru foreldrar í heimsókn í stofur krakkanna þar sem þeir fengu að skoða hvaða verkefni eru í gangi. 

Myndir frá sýningunni í salnum.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .