Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 – 21:00 bjóðum við foreldrum í 5. – 10. bekk til fundar um netnotkun barna og unglinga. Óli Örn Atlason, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar fer rækilega yfir málin. Hann hefur góða þekkingu á þessum málum og er vel inni í því sem krakkar eru að sýsla á netinu. Hann leitast við að svara spurningum eins og hvað eru þau að gera á netinu og hvernig. Það er mikilvægt fyrir alla foreldra að fá einhverja innsýn í þetta og því biðjum við ykkur öll að gefa ykkur þessa klukkustund þann 13. febrúar. Athugið að þetta er sami fyrirlestur og Óli var með hér í skólanum 23. janúar fyrir 8. – 10. bekkjar foreldra. Nú bjóðum við foreldrum 5. – 7. bekkinga og þeim unglingaforeldrum sem ekki komust um daginn.
Þetta er frábær fyrirlestur sem engin má missa af. Fundurinn verður í salnum í skólanum.