Brunaæfing á næstunni

Fyrirhugað er að hafa brunaæfingu í skólanum einhvern næstu daga – þar sem húsið verður tæmt á sem stystum tíma.  Með æfingunni er verið að sannreyna öryggsiaætlun skólans og gera endurbætur ef einhverjir annmarkar koma í ljós.

Lesa meira

Leiksýningin Rúi og Stúi

Kópavogsdeild Rauða krossins og Leikfélag Kópavogs hafa tekið upp samstarf í tengslum við barnasýninguna Rúa og Stúa sem Leikfélagið sýnir og er ætluð nemendum í 1.- 5. bekk.  Þriðjungur af andvirði hvers miða á sýninguna fer til styrktar barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar Rauða krossins.

Lesa meira

Vetrarleyfi framundan

Vetrarleyfi nemenda og starfsfólks í Salaskóla verður 29. og 30. október. Mánudaginn 2. nóvember er einnig frí hjá nemendum vegna skipulagsdags kennara. Nemendur koma í skólann aftur þri. 3. nóv. skv. stundaskrá. Dægradvöl er lokuð á vetrarleyfisdögum en verður opin mán. 2. nóv.

Lesa meira

Kópavogsmótið í skák

Kópavogsmótið í skák, sveitakeppni 2009, var haldið hér í Salaskóla í dag 16. október. Alls kepptu 13 lið í eldri flokki og 22 lið í yngri flokki eða alls 35 lið sem er algert met í skákmóti í Kópavogi. Aldrei hefur mótið verið stærra. Hér í skólanum voru 140 keppendur auk varamanna að hugsa um […]

Lesa meira

Norræna skólahlaupið

  Norræna skólahlaupið fór fram á dögunum hér í skólanum. Allir nemendur skólans hlupu í tilefni þess – hver og einn hljóp í samræmi við eigin getu. Allir stóðu sig með mestu prýði og hlupu sem mest þeir máttu. Þeir bekkir sem stóðu sig einstaklega vel og eftir var tekið voru maríuerlur og fálkarnir. En […]

Lesa meira

Verðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika

verdlaunsmall.jpgVerðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram í morgun, 12. október.

Auður íþróttakennari lagði áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemendur standa sig, yngri sem eldri. Öll liðin fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.

Hér eru Myndir frá verðlaunahátíð.

Lesa meira

Viðbrögð við óveðri

NAUÐSYNLEGT er að tilkynna til skólans ef nemandi er hafður heima vegna óveðurs (eða veikinda). Hægt er að hringja á skrifstofu skólans (570 4600), senda tölvupóst (ritari@salaskoli.is) eða senda tilkynningu af svæði foreldra í mentor.is. Notið tölvupóst fremur en hringingar þar sem búast má við miklu álagi á símakerfi skólans.

Samræmda viðbragðaáætlun vegna óveðurs má finna
hér á heimasíðu skólans. Við biðjum foreldra um að kynna sér hana.

Lesa meira

Foreldradagur 2. október

Föstudaginn 2. október er foreldradagur í Salaskóla eins og fram kemur á skóladagatali. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum í skólann á fyrirfram ákveðnum tíma og ræða við umsjónarkennara um skólabyrjunina og það sem framundan er í náminu.

Lesa meira

Val í unglingadeild – tímabil 2

Nú er fyrsta valtímabil skólaársins að renna út. Það fyrirkomulag sem við erum með núna virðist mælast vel fyrir. Nú er komið að valtímabili 2. Nemendur eiga að fara á netið og velja og þetta er eiginlega "fyrstur kemur, fyrstur fær" – kerfi, þannig að það er um að gera að drífa sig. Tvær […]

Lesa meira

Mikilvægir hlekkir í báráttunni gegn einelti

Eins og fram hefur komið áður er eineltisáætlun Salaskóla unnin að fyrirmynd Olweusaráætlunarinnar gegn einelti. Strax er brugðist við þegar grunur kviknar eða upplýsingar um einelti fæst. Foreldrar eru mjög mikilvægir hlekkir í baráttunni gegn einelti og nú á dögunum kom hér inn á vefinn ráð til foreldra um hvað þeir geti gert til þess […]

Lesa meira

Forvarnardagurinn 30. september

Fornvarnardagurinn verður haldinn miðvikudaginn 30 september. Með deginum er verið að koma á framfæri nokkrum heillaráðum sem rannsóknir sýna að geti stuðlað að því að unglingar verði síður fíkniefnum að bráð. Hér í skólanum verður viðamikil dagskrá í tilefni dagsins sem er einkum ætluð níundu bekkingum. Nemendur skoða myndband og taka þátt í hópstarfi […]

Lesa meira

Seinni hluti fjölgreindaleika

is.jpgRétt fyrir hádegi var unnið hörðum höndum á stöðvunum fjörutíu sem bjóða upp á viðfangsefni fyrir þátttakendur fjölgreindaleika. Þrautirnar reyna á mismunandi hæfileika nemenda því það er hægt að vera góður á mismunandi sviðum.
Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika

Lesa meira