Framhaldsskólakynning iðn-og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina og Framhaldsskólakynning

Nemendur í 9. og 10. bekk í Salaskóla munu fara í vettvangsferð í Laugardalshöll þann 17. mars kl 10.30.

Markmið ferðarinnar er að gefa nemendum tækifæri til að kynna sér ólíkar starfsgreinar og námsframboð framhaldsskóla.

Í Laugardalshöll munu 26 framhaldsskólar kynna námsframboð sitt, bæði bóklegt og verklegt.

Náms- og starfsráðgjafar, kennarar og fulltrúar nemenda verða á staðnum og svara fyrirspurnum um námið, félagslífið og inntökuskilyrði.

Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkreina sem að jafnaði er haldið á tveggja ára fresti.
Í þetta sinn munu nemendur í um 24 verkgreinum keppa sín á milli um Íslandsmeistaratitill í sinni grein. Sigurvegurum gefst síðan kostur á að keppa á Evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest 2018. Okkar nemendur fá tækifæri til að fylgjast með þessu unga fólki takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, fagmennsku og skipulagshæfileika. Einnig gefst þeim kostur á að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagfólks í ýmsum greinum.

Nemendur fara í Laugardalshöllina í rútum í fylgd kennara og starfsmanna skólans. Tekið verður á móti okkur í Laugardalshöllinni þar sem heimsóknin mun hefjast á stuttri kynningu um atburðinn á sal. Síðan verður okkur fylgt inn á framhaldsskólakynninguna. Þegar nemendur hafa gengið í gegnum hana tekur keppnissvæði Íslandsmótsins við þar sem verða um 26 keppnis- og sýningarbásar.

Nemendur munu hafa 2 klukkustundir til að ganga um og kynna sér það sem ber fyrir augum og eru hvattir til að vera duglegir að spyrja, skoða, snerta og prófa. Í lok heimsóknarinnar eiga nemendur að mæta í anddyri hallarinnar þar sem við munum bíða eftir þeim og fylgja þeim út í rútu.

Laugardaginn 18. mars er Fjölskyldudagur milli kl. 10 – 14. Frítt er inn og geta gestir tekið þátt í margvíslegum skemmtilegum þrautum og leikjum, fengið að smakka á afrakstri keppenda í matvælagreinum, prófað rafmagnsbíla, ýtu- og skipstjórnaherma, fylgst með róbótum leysa þrautir og margt fleira skemmtilegt.

Nánari upplýsingar má nálgast á facebook 

.

 

Birt í flokknum Fréttir.