Þriðjudaginn 27. maí bjóðum við foreldrum nemenda í 1. – 7. bekk í skólann frá kl. 8:10 – 10:00. Ýmislegt verður um að vera í kennslustofum, á göngum, í salnum og á skólalóðinni. Munir sem nemendur hafa búið til verða til sýnis, skólakórinn syngur, krakkar spila á hljóðfæri, lesa upp ljóð, sýna leikrit, syngja og svo framvegis. Hægt er að kaupa sér kaffi og vöfflu til að gæða sér á. Þá er hægt að fylgjast með kennslu í bekkjum og í smiðjum í verklegum greinum. Nánar um dagskrá ef þú smellir á "Lesa meira"
Dagskráin er að mótast en nú þegar liggur fyrir að 1. – 2. bekkur verður með samsöng á sal kl. 8:45.
Kl. 9:00 teflir bæjarstjórinn hraðskák við einn af skákmeisturum Salaskóla.
Kl. 9:10 syngur skólakórinn í salnum
Kl. 9:30 verður Salaskóla afhentur Grænfáninn í þriðja skiptið.
Kl. 10:00 eru nemendur í 7. bekk með sýningu á leikriti sínu fyrir jafnaldra sína í Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla. Aðrir mega að sjálfsögðu horfa líka.
Hvetjum foreldra barna í 1.-7. bekk til að líta inn og sjá fjölbreytt og skemmtilegt starf.