owl

Foreldradagur 28. janúar

owl
Á morgun, þríðjudaginn 28. janúar, er foreldradagur hér í Salaskóla þá koma nemendur með foreldrum sínum í skólann til að hitta umsjónarkennarann sinn og fá vitnisburð fyrir þá önn sem nú er liðin. Farið er yfir stöðu nemenda í náminu og horft til næstu annar. Í slíku viðtali setja nemendur sér gjarnan markmið fyrir námið fram að vori í samráði við kennarann og foreldra sína. Sú nýjung var tekin upp nú að foreldrar gátu pantað sér viðtalstíma á Mentor hjá umsjónarkennara barna sinna. Virðist sú tilhögun hafa mælst vel fyrir hjá foreldrum.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .