Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 26. og 27. september. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að mæta kl. 8.10 hjá sínum kennara en fara þaðan í hópinn sinn.
Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Við útvegum drykki fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn hjá öllum um hálftvö.
Ekki er sund eða valgreinar þessa daga – bara fjölgreindaleikarnir.
Á föstudag fá nemendur frí en þá fer fram árlegt Skólaþing Kópavog. Það er ráðstefna sem allir kennarar bæjarins taka þátt í.
Fjölgreindaleikar og Skólaþing
Birt í flokknum Fréttir og merkt Fjölgreindaleikar.