Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla hefjast á miðvikudaginn 23. september og standa yfir í tvo daga. Þá er nemendum skólans skipt í rúmlega 40 tíumanna lið sem keppa í greinum sem reyna á ólíkar greindir.
Í hverju liði er að jafnaði einn nemandi úr hverjum árgangi og hópstjórar koma úr 9. og 10. bekk. Þeir bera ábyrgð á sínu liði og sjá til þess að öllum líði vel og allir taki þátt.
Nemendur fá drykki og ávexti að morgni og þurfa því ekki að koma með morgunnesti.
Skólatíminn er sá sami fyrir alla nemendur þessa tvo daga, þ.e. frá kl. 8:10 – 13:30. Val í unglingadeild fellur því niður.