Úrslit skákmeistaramóts Salaskóla 2009.

Skoðið myndir.
Mótið var haldið í febrúar og mars 2009 í þremur áföngum. Efstu 12:

Röð Nafn bekkur Vinn
1 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 10 7,5
2 Patrekur Maron Magnússon 10 7
3 Páll Andrason 9 6
4..6 Eiríkur Brynjarsson 9 5,5
4..6 Birkir Karl Sigurðsson 7 5,5
4..6 Guðjón Trausti Skúlason 9 5,5
7..12 Guðmundur Kristinn Lee 8 5
7..12 Steindór Snær Ólason 8 5
7..12 Ragnar Eyþórsson 10 5
7..12 Arnar Snæland 7 5
7..12 Sindri Sigurður Jónsson 7 5
7..12 Eyþór Trausti Jóhannsson 6 5

Alls kepptu 170 krakkar í undanrásum og voru 38 valin til leiks í lokaúrslitin. 

Á þessu móti voru einnig valdir þeir keppendur sem eiga að keppa fyrir Salaskóla á meistarmóti Kópavogs sem verður haldið kl 14:00 til 18:00 þann  2.apríl í Hjallaskóla. Eftirtaldir krakkar hafa verið valdir til keppni sem fulltrúar okkar á Kópavogsmótinu.

  Flokkur I unglingar –  Hér er valið eftir virkni og skákstigum
1 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2 Patrekur Maron Magnússon
3 Páll Andrason
4 Eiríkur Brynjarsson
5 Guðmundur Kristinn Lee
   
  Flokkur II Barnaskóli  – Hér voru úrslit meistarmótsins látin ráða vali
1 Birkir Karl Sigurðsson
2 Arnar Snæland
3 Sindri Sigurður Jónsson
4 Eyþór Trausti Jóhannsson
5 Baldur Búi Heimisson


Mótsstjórar á meistaramóti Salaskóla voru þau Sigurlaug Regína og Tómas Rasmus.

Árshátíð unglingadeildar

Á fimmtudagskvöldið, 26. mars, verður árshátíð unglingadeildar Salaskóla. Það er félagsmiðstöðin Fönix sem sér um árshátíðina, en kennarar þjóna til borðs. Boðið er upp á glæsilegan mat sem matreiðslumeistari skólans hefur verið að undirbúa síðustu vikuna.

Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00. Að loknu borðhaldi verða skemmtiatriði og svo verður stiginn dans til kl. 11:30 en þá verður hátíðinni formlega slitið.

Allir mæta að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi og með sparibrosið á andlitinu. Miðaverð er kr. 2 þúsund. Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 10:00 á föstudeginum.

Við viljum vekja athygli foreldra á að við höfum heyrt um einhvern límosínu akstur að lokinni árshátíð. Við viljum taka fram að slíkt er okkur ekki að skapi og firrum okkur allri ábyrgð á. Að okkar mati eiga nemendur að fara heim strax að lokinni árshátíð.

Hættu áður en þú byrjar

Í samvinnu við lögregluna og fleiri aðila höfum við verið að fræða nemendur um skaðsemi fíkniefna. Þetta hefur verið gert undir yfirskriftinni "hættu áður en þú byrjar". Nemendur í 8. – 10. bekk fá tveggja tíma ítarlega fræðslu. Mikilvægur hluti af þessu verkefni er fræðsla til foreldra og á föstudaginn, 20. mars, eru foreldrar allra nemenda í 8. – 10. bekk boðaðir til fundar kl. 8:10 – 9:30.

Við leggjum mikla áherslu á að allir mæti, því til þess að fræðslan nái tilgangi sínum verða foreldrar að taka þátt.

tonlistalla.jpg

Tónlist fyrir alla

tonlistalla.jpgVið fengum góða gesti í heimsókn í vikunni því tónlistarfólk kom og spilaði fyrir krakkana undir yfirskriftinni "Tónlist fyrir alla". Kynnt var fyrir þeim gömul sönglög og að sama skapi gömul hljóðfæri eins og gígja og dragspil. Þetta var afar fróðlegt og hin besta skemmtun og sýndu krakkarnir þessu mikinn áhuga.

Sveit Salaskóla í 3. sæti

A-sveit Salaskóla lenti í 3. sæti í Íslandsmóti barnaskólasveita 2009. Mótið fór fram í Rimaskóla nú um helgina. Keppnin var hörð og jöfn og lokastaðan varð sú að sveit Rimaskóla sigraði nokkuð örugglega með 9 vinningum, Barnaskóli Vestmannaeyja fékk 6,5 vinninga og var í 2. sæti og A-sveit Salaskóla fékk 5,5 vinninga og 3. sætið. Glæsilegur árangur. Nánari tölur er að finna á http://skaksamband.is/?c=webpage&id=350

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Salaskóla verður  fimmtudaginn 12. mars kl 20:00 í hátíðarsal Salaskóla.
Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Kosning í skólaráð
  3. Önnur mál

Óskum eftir fólki bæði í stjórn foreldrafélags og skólaráð.

Áhugasamir mættu gjarnan hafa samband við foreldrafélagið og láta vita af sér, eins eru allar tillögur varðandi félagið og starfsemi þess vel þegnar.

Fyrir hönd stjórnar

Birgir Bjarnfinnsson
birgirb@sense.is