Dægradvöl fyrir 4. bekk næsta skólaár

Við höfum haft áhyggjur af því hversu lítið dægradvölin er nýtt fyrir 4. bekkinga. Við tökum umræðu um þetta í morgunkaffinu í janúar og þar kom fram að forledrar deila þessum áhyggjum með okkur. Við lögðumst því yfir þetta og erum komin með drög að spennandi verkefnum fyrir 4. bekkinga í dægradvöl næsta skólaár. Við munum kynna það betur þegar liður á vorið.

Skólalóðin bætt svolítið í sumar

Í sumar verða svolitlar framkvæmdir á skólalóðinni. Boltasvæðið á malbikinu verður afmarkað, fimmhyrningsróla verður sett upp, setpallar settir hér og þar svo krakkarir geti tyllt sér, gúmmíhellur verða settar þar sem bæta þarf öryggi og svæði á lóðinni verða afmörkuð með girðingum. Þetta eru framkvæmdir upp á 5 milljónir og bætir sannarlega skólalóðina. Frekari framkvæmdir verða svo vonandi á næstu misserum.

Vetrarleyfi á næsta skólaári

Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember. 

oskudagur

Öskudagsgleði í Salaskóla

oskudagur
Í tilefni öskudagsins mættu nemendur í grímubúningum í skólann í morgun. Á göngum skólans mátti  sjá gangandi legókubb, drauga, svífandi sjónvarp, ófrýnilegar nornir, stælgæja svo eitthvað sé nefnt. Allt setti þetta mikinn svip á skólann okkar í dag. Margt var í gangi og fóru skrautlegir nemendurnir á milli stöðva til að leysa hinar ýmsu þrautir og verkefni.

Nemendur á yngsta stigi og miðstigi gátu t.d. spilað, unnið í ipödum, teiknað, byggt legófarartæki, útbúið kókoskúlur, dansað og tekið þátt í ratleik. Unglingarnir okkar í 8. og 9. bekk fóru í bæjarferð á leiksýningu en tíundubekkingar aðstoðuðu yngri nemendur við andlitsmálun og fleira í þeim dúr. Öskudagsgleðinni lauk síðan með pylsuveislu í hádeginu og allir nemendur fengu nammipoka í boði foreldrafélagsins eftir matinn. Hér má sjá myndir af skrautlegum nemendum.   

innritun

Innritun í Salaskóla fyrir skólaárið 2014-2015

innritun
Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í Salaskóla mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. mars.
Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Haustið 2014 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólans er nær dregur.

Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast grunnskóladeild menntasviðs rafrænt á eyðublaði í íbúagátt sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

download

Úrslitin úr meistaramótinu 2014

download
Meistaramóti Salaskóla er lokið  en úrslitin réðust föstudaginn 14. febrúar þegar allir þeir sterkustu úr hverjum árgangi hittust í keppninni um meistara meistaranna. 
Keppendur kepptu í þremur undanrásum og að auki kepptu 22 í svokallaðri Peðaskák. Heildarfjöldi þátttakenda var 193 nemendur sem eru ca. 37% af nemendum Salaskóla. 
Sigurvegari mótsins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir. 
Meistari unglinga varð einnig  Hildur Berglind Jóhannsdóttir. 
Meistari miðstigs varð Jason Andri Gíslason.
Meistari yngsta stigs varð Kári Vilberg Atlason.
Mótsstjóri var Tómas Rasmus.

Smellið hér til að sjá heildarúrslit. 

Skoðið myndir frá verðlaunafhendingu.

Fundur um netnotkun 13. febrúar

Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 – 21:00 bjóðum við foreldrum í 5. – 10. bekk til fundar um netnotkun barna og unglinga. Óli Örn Atlason, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar fer rækilega yfir málin. Hann hefur góða þekkingu á þessum málum og er vel inni í því sem krakkar eru að sýsla á netinu. Hann leitast við að svara spurningum eins og hvað eru þau að gera á netinu og hvernig. Það er mikilvægt fyrir alla foreldra að fá einhverja innsýn í þetta og því biðjum við ykkur öll að gefa ykkur þessa klukkustund þann 13. febrúar. Athugið að þetta er sami fyrirlestur og Óli var með hér í skólanum 23. janúar fyrir 8. – 10. bekkjar foreldra. Nú bjóðum við foreldrum 5. – 7. bekkinga og þeim unglingaforeldrum sem ekki komust um daginn.
Þetta er frábær fyrirlestur sem engin má missa af. Fundurinn verður í salnum í skólanum.

Góðar niðurstöður Salaskóla í PISA

Niðurstöður fyrir Salaskóla í PISA voru að koma í hús. Í lesskilningi er meðaltal skólans 517 en meðaltal Íslands er 483, í læsi í náttúrufræði er meðaltal Salaskóla 522 en Íslandsmeðaltalið er 478 og í stærðfræði er meðaltal skólans 529 en meðaltal Íslands er 493. Sem sagt allsstaðar vel yfir landsmeðaltali. Þá er Salaskóli einnig nokkuð yfir meðaltali skóla í Kópavogi.