100 dagar

Hundraðdagahátíðin í 1. bekk

100 dagar
Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera.

Í morgun var búið að koma fyrir  10 skálum með góðgæti á stórt borð og það var verkefni hvers og eins að telja alls hundrað mola úr skálunum – 10 úr hverri skál. Krakkarnir voru mjög einbeittir við þetta verkefni og létu ekkert trufla sig enda nákvæmisverk að telja nákvæmlega 100 stykki. Ýmiss önnur verkefni voru í gangi t.d. bjuggu allir sér til hundraðdagakórónu. Botn var sleginn í veisluna með því að krakkarnir horfðu á kvikmynd saman og borðuðu nammið úr pokanum sínum. Skemmtileg hefð í Salaskóla sem hefur viðgengist nokkuð lengi. Myndir.

Silfurliðið 2015

Salaskólastelpur tóku silfrið

Silfurliðið 2015Salaskóli tók silfur á íslandsmóti stúlknasveita í skák á laugardaginn. Athygli vekur að þrjár systur skipuðu efstu þrjú borðin í liðinu okkar og ein góð skólasystir á fjórða borði. Þær sigruðu alla hina skólana nema meistaralið Rimaskóla. En stundum er gott silfur gulli betra.   
Lið Salaskóla var skipað eftirfarandi stúlkum:
1b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 10. b kjóar
2b. Þórdís Agla Jóhannsdóttir 3. b glókollar 
3b. Elín Edda Jóhannsdóttir 6. b himbrimar
4b. Selma Guðmundsdóttir 6. b flórgoðar
Liðsstjóri var Tómas Rasmus.

         

Undanrásir fyrir meistaramót Salaskóla í skák hófust á föstudaginn

Alls kepptu 47 krakkar úr 5. til 7. bekk. Hér eru úrslit úr þeim viðureignum. Efstu fjórir úr hverjum árgangi fá síðan að keppa í úrslitakeppninni „ Meistari meistaranna“ sem verðu í lok febrúar. En þar sem gífurlegur skákáhugi er í 6. bekk þá fá þeir 2 aukafulltrúa á lokamótið. Greinilegt er að þeir sem stunda skákina skipulega ná bestum árangri og efstu sætin voru öll skipuð nemendum sem æfa í hverri viku í skákakademíu Kópavogs í Blikastúkunni sjá nánar hér.

Einnig tefla nokkrir á opnum mótum fyrir almenning og eru tveir kappar úr Salaskóla að keppa á Skákþingi Reykjavíkur og nokkrar stúlkur á Íslandsmóti stúlknasveita. Næsta föstudag þann 6. feb.2015 er stefnt á keppni hjá unglingadeildinni og viku síðar hjá yngstu krökkunum. Mótsstjóri á meistaramóti Salaskóla er Tómas Rasmus.

Stelpuskak 02 2

Flott stelpuskákmót í Salaskóla

Stelpuskak 02 2Stelpuskákmót var haldið í Salaskóla í dag, föstudag, til að finna sterkustu skákstelpurnar vegna Íslandsmóts stúlkna sem verður um næstu helgi. Sveitakeppni stúlkna verður 31. janúar og Íslandsmót stúlkna 1.febrúar. Alls kepptu 26 Salaskólastelpur úr 2. til 10. bekk. Sigurvegari varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir úr 10. b. Í öðru sæti Þórdís Agla Jóhannsdóttir úr 3. b. Í þriðja sæti Rakel Tinna Gunnarsdóttir úr 6. b. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. 

Nánari úrslit

Breyting á gjaldskrám

Nýjar gjaldskrár taka gildi frá 1. janúar 2015

Mötuneyti
Verð á máltíð í mötuneytum grunnskóla er 420 krónur frá 1. janúar 2015 

Dægradvöl
Gjaldskrá í dægradvöl frá 1. janúar 2015

 

 

Samtals

Allt að 20 klst á mán

6.747

21-40 klst á mán

11.808

41-60 klst á mán

15.744

61-80 klst á mán

18.555

Matargjald

125

Breyting verður á systkinaafslætti frá 1. janúar 2015 þar sem afsláttur reiknast af öllu dvalargjaldinu en ekki einungis grunngjaldi (fyrstu dvalarstund).

Frá 1. janúar 2015 er systkinaafsláttur 30% af dvalargjaldi fyrir annað og 75% fyrir þriðja systkini. Systkinaafsláttur reiknast á eldra (eldri) systkin og tekur einnig til yngri systkina sem eru í leikskóla eða í vistun hjá dagforeldrum.

IMG 2470

Liltu-jólin og jólaleyfi

IMG 2470
Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólatréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum. Á ballið mætti jólasveinn sem sagðist vera tvíburabróðir Stúfs nema hann var miklu lengri og kallaði sig Uppstúf! Hann var fjörugur og skemmtilegur og hlátrasköllin ómuðu.

Eftir jólaballið hófst jólafrí. Hér eru myndir frá morgninum. Mánudaginn 5. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar. 
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. 

Jólaböllin í dag

Jólaböllin í dag:

Kl. 9 – Starar, sandlóur, sólkríkjur, tjaldar, flórgoðar, langvíur
Kl. 10 – Stelkar, steindeplar, músarrindlar, vepjur, himbrimar, svölur, kríur
Kl. 11 – sendlingar, glókollar, maríuerlur, tildrur, lómar, súlur, ritur

Mæta í sínu stofu og svo er marserað í salinn og dansað í kringum jólatréð

jolathorp

Jólaþorpið 2014

jolathorp

Nemendur í  8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú er risið fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kikrju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið áhugasamir og duglegir í þessari vinnu. Vinsælt er að bekkir komi í heimsókn og skoði jólaþorpið og dáist að dýrðinni. Jafnvel er von á utanaðkomandi gestum. Skoðið fleiri myndir frá jólaþorpinu 2014.

.