Breytingar hafa staðið yfir undanfarið á skólabókasafni Salaskóla. Síðastliðið vor var safnið fært til innanhúss og farið í endurnýjun á skráningum og skipulagi safnkosts. Í ljós kom að endurnýjun bóka var nauðsynleg til að geta boðið nemendum á öllum aldursstigum upp á gæða lesefni sem höfðar til áhugasviðs þeirra og hvetur þau til yndislesturs.
Foreldrafélag Salaskóla bætti vel í endurnýjun bóka nú nýverið með peningagjöf til safnsins sem nýtt var til að kaupa nýjar bækur og bæta við bókum í vinsæla bókaflokka eftir vinsæla höfunda. Nú er verið að skrá efnið inn og nemendur mjög ánægðir með aukið úrval bóka. Næstu innkaup fara svo fram í jólabókaflóðinu eftir nokkrar vikur.
Undir stjórn Guðnýjar Birnu, bókasafns- og upplýsingarfræðings Salaskóla, er safnið orðið mjög aðlaðandi og aðgengilegt og nú búið fullt af nýju lesefni!
Við færum foreldrafélaginu innilegar þakkir fyrir stuðninginn! 


LESTUR er BESTUR!



