fjlgreindarleikar_0141.jpg

Blásið til fjölgreindaleika

fjlgreindarleikar_0141.jpgfjlgreindarleikar_0051.jpg
Fjölgreindaleikar Salaskóla fóru vel af stað þennan morguninn. Í hverju liði eru 10 nemendur, einn úr hverjum árgangi, þar sem eldri nemandi er fyrirliði og sér um að aðstoða þá sem yngri eru. Fyrirliðinn þarf að sjá til þess að liðið hans sé á réttum stað hverju sinni, allir meðlimir séu virkir og komi vel fram. Stöðvarnar eru 40 talsins – og á hverri stöð er furðuvera sem tekur á móti liðinu og útskýrir í hverju þrautin er fólgin. Í hlutverki furðuveranna eru kennarar og annað starfsfólk skólans. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .