Dagana 4. – 15. nóvember fór Bebras (e. Beaver) tölvuáskorunin fram um heim allan. Verkefnið felst í því að auka áhuga barna og ungmenna á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni á öllum skólastigum. Ský er í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi sem fór fyrst fram hérlendis árið 2015. Salaskóli var að sjálfsögðu þátt í ár líkt og undanfarin ár.
Fimmta árið í röð var Salaskóli með flesta þátttakendur af þeim skólum sem tóku þátt á Íslandi eða 378 nemendur í 2. – 9. bekk, magnaður árangur það 🥳 Það voru alls 3200 nemendur frá 46 skólum sem tóku þátt og því var þátttaka Salaskóla á landsvísu rúm 11,8 %, geri aðrir betur 🫶 Gaman er einnig að segja frá því að meðaltalsskor nemenda í 2. – 8. bekk var yfir meðaltali bæði hvað höfuðborgarsvæðið varðar sem og á landsvísu. Auk þess var nemandi í 4. bekk sem náði hæsta skori á landsvísu í sínum árgangi.
Á dögunum fengu þrír stigahæstu nemendurnir í hverjum árgangi fyrir sig afhent viðurkenningarskjal fyrir glæsilegan árangur í áskoruninni. Við í Salaskóla erum virkilega stolt af öllum okkar nemendum 😊