English below
Það er svolítið bakslag núna í baráttunni við veiruna og í skólanum vinnum við eftir hertum sóttvarnarreglum til 15. apríl. Þá koma nýjar reglur og vonandi verður hægt að slaka eitthvað á þá, en það fer náttúrulega eftir því hvernig til tekst næstu daga. Undanfarið hafa börn og unglingar verið að veikjast og því er brýnt sem aldrei fyrr að þau hugi að sínum sóttvörnum, þvoi hendur með sápu, spritti og fari varlega í samskiptum við aðra. Við þurfum að vera samtaka í að halda þessu að þeim. Skólahald verður með venjulegum hætti næstu daga, dægradvölin opin sem og félagsmiðstöðin fyrir unglingana. Það er ekkert sund í dag en að öllum líkindum opnar fyrir það á morgun. Skólinn verður lokaður öðrum en nemendum og starfsfólki. Foreldrar geta því enn ekki komið nema þá þeir sem sérstaklega eru boðaðir.
Við viljum taka sérstaklega fram að ef að börn ykkar eru með einhver flensulík einkenni þá eiga þau skilyrðislaust að vera heima og fara í skimun.
Svo bara vonum við að þetta gangi allt saman prýðilega og okkur takist að ljúka þessu skólaári með sóma.
English
There has been a slight setback in fighting the virus and at school we are working according to stricter infection control rules until April 15th. A new regulation will be issued then and hopefully we will be able to relax a bit. However, it all depends on how successful we´ll be until then. Recently, more children and young people have been infected and therefore it is more importent than ever that they take care of infection prevention by washing their hands regularly with soap, use disinfectants and stay alert when communicating with others. We must all cooperate and remind them. Our work here at school will be as usual the next few days. The after school center will be open as well as the youth center for the teenagers. There won‘t be any swimming lessons today but likely tomorrow. The school is now closed to anyone other than students and staff. Parents are not allowed to enter the building unless they have been specially invited.
We also want to reiterate that if your children have any flu-like symptoms they must stay at home and get tested for the virus.
We hope that everything will go smoothly from now on and that we can finish this school year with success.