Norðurlandameistarar okkar í skák voru heiðraðir í sal skólans í dag þar sem nemendur og starfsfólk skólans klöppuðu þeim lof í lófa fyrir frábær skákafrek í Stokkhólmi á dögunum. Hafsteinn skólastjóri þakkaði þeim fyrir hönd skólans, bar þeim kveðju menntamálaráðherra og Andrés Pétursson, formaður skólanefndar, færði þeim hamingjuóskir frá Kópavogsbæ ásamt gjöf til skólans sem mun felast í ýmsu "nýju skákdóti" eins og skólanefndarformaðurinn komst að orði sjálfur.
Author Archives: Logi
Norðurlandamót í skák
Keppnislið Salaskóla í unglingaflokki fer á morgun, fimmtudag, til Svíþjóðar til að keppa á Norðurlandamóti í liðakeppni skóla í skák.
Keppnin fer fram dagana 10.-14. sept. í Stokkhólmi.
Fylgist með gengi liðsins hér á heimasíðunni um helgina. Linkur á fréttir.
Vettvangsferð að Vífilstaðavatni
Það var mikið fjör í dag þegar nemendur úr fjórða bekk, lundar og teistur, fóru í vettvangsferð að Vífilstaðavatni. Meðferðis voru háfar, prik og box af ýmsum stærðum og gerðum. Þó nokkuð margir gleymdu stígvélum, en létu það ekki stoppa sig, heldur rifu af sér strigaskóna og óðu út í.
Krakkarnir fylltu boxin af lirfum, drullu, gróðri og fleiru girnilegu. Þegar komið var aftur í skólann var öllu hellt í fiskabúr og bíða nú allir spenntir eftir að sjá hvaða líf kviknar í búrinu. Spakmæli dagsins eru: enginn er verri þó hann vökni ! Fleiri myndir
Viðbragsáætlun Salaskóla lítur dagsins ljós
Viðbragðsáætlun Salaskóla var gefin út í dag 3.september 2009. Samkvæmt 15.grein laga um almannavarnir, nr. 82/2008, ber stofnunum á vegum sveitarfélaga að gera viðbragðsáætlun til að takast á við afleiðingar neyðarástands. Viðbragðsáætlun skólanna er samræmd að uppbyggingu. Geymir hún almennar upplýsingar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti sóttvarnarlæknis. Nokkra kafla semja skólarnir sjálfir. Hér er hægt að skoða viðbragðsáætlun Salaskóla.
Íþróttir í Salaskóla
Hér má nálgast áætlanir fyrir íþróttir í Salaskóla – á haustönn 2009:
Íþróttir í 8. – 10.bekk (pdf-skjal til útprentunar)
Skólasetning Salaskóla
Hér koma nokkrar myndir frá skólasetningu 24. ágúst 2009 þegar nemendur í 2. – 10. bekk mættu í fyrsta skipti í skólann.
Skólaárið 2009-2010 – innkaupalistar
Innkaupalistar flestra bekkja fyrir skólaárið 2009-2010 eru nú komnir á vefinn. Við beinum því til foreldra og nemenda að kanna hvort e.t.v. séu til hlutir frá síðastliðnum vetri sem gætu nýst aftur. Óþarfi er að kaupa það sem þegar er til.
1. bekkur
2. bekkur
3. bekkur
4. bekkur
5. bekkur
6. – 7. bekkur
8. – 10. bekkur
Sumarleyfi
Þökkum nemendum og foreldrum fyrir ánægjulegt samstarf á nýliðnu skólaári og óskum þeim góðra daga í sumarleyfinu.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 22. júní en opnar aftur 10. ágúst. Ef koma þarf skilaboðum á framfæri er hægt að senda þau á netfang skólans salaskoli@salaskoli.is.
Nemendur í 1. bekk
Hægt er að skoða bekkjarlista nemenda í 1. bekk skólaárið 2009-2010 með því að smella á Lesa meira.
Glókollar |
Sólskríkjur |
Starar |
Alex Orri Ingvarsson Alexandra Sól Jóhannsdóttir Axel Óli Sigurjónsson Ásgerður Júlía Gunnarsdóttir Bergdís Rúnarsdóttir Brynjar Karl Guðmundsson Elín Edda Jóhannsdóttir Elísa Kristín Einarsdóttir Fannar Freyr Þórsson Ingibjörg B. Finnbjörnsdóttir Jón Þór Jóhannsson Rakel Tinna Gunnarsdóttir Sigríður Sól Ársælsdóttir Sindri Snær Kristófersson Sóldís E Ottesen Þórhallsdóttir Tristan Máni Sigtryggsson |
Arnar Freyr Sigurgeirsson Axel Ingi Árnason Birgitta Ólafsdóttir Brynja Líf Rúnarsdóttir Dagur Ingi Viðarsson Daníel Róbert Bell Egill Ýmir Rúnarsson Emil Grettir Grettisson Eva María Gestsdóttir Eva Sólveig Hilmarsdóttir Gyða Kolbrún Guðbjartsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Hrefna Karen Pétursdóttir Rakel Sif Steingrímsdóttir Viktoría Brekkan Þórdís Káradóttir |
Arnaldur Leó Þrastarson Dagný Björnsdóttir Daníel Snær Eyþórsson Egill Úlfarsson Elín Hreinsdóttir Erling Laufdal Erlingsson Eva María Birgisdóttir Gunnar Hrafn Kristjánsson Hafdís Hera Arnþórsdóttir Hrannar Ingi Jónsson Hulda Ólafía Sigurðardóttir Ívar Andri Hannesson Jóhanna Kristín Andradóttir Ólafía Elísabet Einarsdóttir Pétur Ari Pétursson Tanja Glóey Þrastardóttir |