kpavogsmt_-_sveitakeppni__skk_2009_0033.jpg

Kópavogsmótið í skák

kpavogsmt_-_sveitakeppni__skk_2009_0033.jpg
Kópavogsmótið í skák, sveitakeppni 2009, var haldið hér í Salaskóla í dag 16. október. Alls kepptu 13 lið í eldri flokki og 22 lið í yngri flokki eða alls 35 lið sem er algert met í skákmóti í Kópavogi. Aldrei hefur mótið verið stærra. Hér í skólanum voru
140 keppendur auk varamanna að hugsa um skák í dag, líklega um 160 keppendur.
 

Hjallaskóli kom sá og sigraði í yngri flokki og Salaskóli sigraði í eldri flokki,

norraenahlaupid.jpg

Norræna skólahlaupið

norraenahlaupid.jpg 

Norræna skólahlaupið fór fram á dögunum hér í skólanum. Allir nemendur skólans hlupu í tilefni þess – hver og einn hljóp í samræmi við eigin getu. Allir stóðu sig með mestu prýði og hlupu sem mest þeir máttu. Þeir bekkir sem stóðu sig einstaklega vel og eftir var tekið voru maríuerlur og fálkarnir. En sá nemandi sem hljóp lengst allra í skólanum, alls 7,3 km., var Arnaldur í fálkum. 

Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Auk þess að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. 

verdlaunsmall.jpg

Verðlaunafhending fyrir fjölgreindaleika

verdlaunsmall.jpgVerðlaunaafhending fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram í morgun, 12. október.

Auður íþróttakennari lagði áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemendur standa sig, yngri sem eldri. Öll liðin fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.

Hér eru Myndir frá verðlaunahátíð.

Í 3. sæti var lið nr. 11 – Strumparnir. Fyrirliðar voru: Jón Sævin (himbrimum) og Thelma Rut (smyrlum). Í liðinu voru: Bergdís(glókollum), Anna Sóley (maríerlum), Marel (hrossagaukum), Ragnheiður (lóum), Egill (lundum), Birkir (flórgoðum), Kári (helsingjum), Sigríður (uglum) og Elísabet (fálkum)

Í 2. sæti var lið nr. 10. Fyrirliðar voru Tinna (himbrimum) og Kristófer Anton (svölum).  Í liðinu voru:Hrannar ( glókollum), Katla (maríuerlum), Kjartan G. (lóum), Þorleifur (lundum), Selma (helsingjum), Arnar (flórgoðum), Birkir (uglum), Elsa (uglum) og Dagný (fálkum).  

Í 1. sæti var lið nr. 9 – Ofurliðið. Fyrirliðar voru Guðlaug (himbrimum) og Bjartur (svölum). Í liðinu voru Ásgerður (glókollum), Atli (steindeplum), Hákon (lóum), Birta (lundum), Ólafur (flórgoðum), Hilmar (helsingjum), Axel (fálkum ) og Ragnhildur (uglum).

Tveir fyrirliðar voru nefndir sem þóttu skara framúr en það voru þau Halldór Kristján í himbrimum og Kristín Gyða í svölum.    

Foreldradagur 2. október

Föstudaginn 2. október er foreldradagur í Salaskóla eins og fram kemur á skóladagatali. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum í skólann á fyrirfram ákveðnum tíma og ræða við umsjónarkennara um skólabyrjunina og það sem framundan er í náminu.

Mikilvægir hlekkir í báráttunni gegn einelti

Eins og fram hefur komið áður er eineltisáætlun Salaskóla unnin að fyrirmynd Olweusaráætlunarinnar gegn einelti. Strax er brugðist við þegar grunur kviknar eða upplýsingar um einelti fæst. Foreldrar eru mjög mikilvægir hlekkir í baráttunni gegn einelti og nú á dögunum kom hér inn á vefinn ráð til foreldra um hvað þeir geti gert til þess að koma í veg fyrir að barn þeirra verði gerandi eða áhorfandi að einelti. Smellið hér til þess að skoða nánar.  

Forvarnardagurinn 30. september

Fornvarnardagurinn verður haldinn miðvikudaginn 30 september. Með deginum er verið að koma á framfæri nokkrum heillaráðum sem rannsóknir sýna að geti stuðlað að því að unglingar verði síður fíkniefnum að bráð. Hér í skólanum verður viðamikil dagskrá í tilefni dagsins sem er einkum ætluð níundu bekkingum. Nemendur skoða myndband og taka þátt í hópstarfi auk ratleiks á vefsíðu forvarnardagsins.

is.jpg

Seinni hluti fjölgreindaleika

is.jpgRétt fyrir hádegi var unnið hörðum höndum á stöðvunum fjörutíu sem bjóða upp á viðfangsefni fyrir þátttakendur fjölgreindaleika. Þrautirnar reyna á mismunandi hæfileika nemenda því það er hægt að vera góður á mismunandi sviðum.
Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika

Sumir finna strax út hvernig á að raða tangram, nokkrir vita alveg hvernig heyrist í hrossagauk, smíðavinnan leikur í höndunum á öðrum og enn aðrir vita hvar "öll lönd í heimi" eru. Þannig geta allir lagt eitthvað að mörkum til að liðið fái sín stig. Eftirtektarvert er hvað liðsstjórar og eldri nemendur hafa lagt sig fram um að aðstoða þá yngri – sem er þeim til hróss. Þrautastörf taka á enda tóku nemendur vel til matar síns í hádeginu og mikil gleði var með íspinna sem boðið var upp á í eftirmat. Fjölgreindaleikum lýkur í dag.

sms.jpg

Í hverju ertu góð/-ur?

Að vera góð/-ur í að sippa, sauma, tefla, byggja úr kubbum, fara kollhnís, senda sms, hanga á slá, þekkja lönd, mála, smíða, þekkja fuglahljóð eða kunna að raula … skiptir máli á fjölgreindaleikum. Allir eru góðir í einhverju og þegar 10 manna lið leggur saman má búast við góðum árangri í heildina. Þetta er einmitt aðalmarkmiðið með fjölgreindaleikum þ.e. hæfileikar hvers og eins koma fram og allir fá að njóta sín með einhverjum hætti. Myndasýning frá morgninum.
 sms.jpghanga.jpg
skordyr.jpgbolti.jpg  

sla.jpg 

landakort.jpg

mala_small.jpgtrambolin.jpg

fjlgreindarleikar_0141.jpg

Blásið til fjölgreindaleika

fjlgreindarleikar_0141.jpgfjlgreindarleikar_0051.jpg
Fjölgreindaleikar Salaskóla fóru vel af stað þennan morguninn. Í hverju liði eru 10 nemendur, einn úr hverjum árgangi, þar sem eldri nemandi er fyrirliði og sér um að aðstoða þá sem yngri eru. Fyrirliðinn þarf að sjá til þess að liðið hans sé á réttum stað hverju sinni, allir meðlimir séu virkir og komi vel fram. Stöðvarnar eru 40 talsins – og á hverri stöð er furðuvera sem tekur á móti liðinu og útskýrir í hverju þrautin er fólgin. Í hlutverki furðuveranna eru kennarar og annað starfsfólk skólans. 

salaskoli.jpg

Starfsáætlun Salaskóla

salaskoli.jpgStarfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2009-2010 er komin á vefsíðu skólans. Hún er aðgengileg á pdf-formi undir hnappnum GAGNASAFN eða með því að smella hér