Mánudaginn 8. febrúar síðastliðinn var hundraðasti skóladagurinn hjá fyrsta bekk og var haldin hátíð í tilefni þess. Bekkjunum var öllum blandað saman og fóru þau á stöðvar og unnu ýmis verkefni tengd tugum og hundraði. Þau bjuggu meðal annars til 100 daga kórónu, heftuðu saman 10 hlekki og tíndu 10 mismunandi góðgæti í poka þar sem 10 var af hverri sort. Að stöðvavinnunni lokinni var svo horft á mynd og nammið borðar. Dagurinn gekk mjög vel og voru krakkarnir stillt og góð.
Author Archives: Logi
Öskudagsgleðin tókst vel – MYNDIR
MYNDIRNAR segja sína sögu. Prúðbúnar verur, sumar býsna skuggalegar, aðrar afar hátíðlegar sáust á göngum Salaskóla í morgun. Stóru krakkarnir aðstoðuðu þau yngri við andlitsmálningu og allir höfðu nóg fyrir stafni. Búnar voru til grímur og hattar, farið í leiki, málað, kókoskúlur framleiddar í stórum stíl svo eitthvað sé nefnt.
Sum þau eldri brugðu sér í íþróttahúsið og áttu góða stund þar við íþróttaiðkun. Allir dönsuðu, sungu og virtust skemmta sér hið besta. Pylsurnar runnu síðan ljúflega niður í hádeginu eftir lífleg morgunverk.
Fjör á öskudag
Á morgun, öskudag, verður mikið fjör hér í skólanum. Þá verður skólastarf brotið upp með ýmsum uppákomum. Nemendur mæta um kl. 9 en geta komið fyrr ef foreldrar óska þess. Það má koma í grímubúningum og boðið er upp á andlitsmálun í skólanum. Skemmtun verður á sal fyrir alla aldurshópa þar sem verður mikið glens og gaman en auk þess verður stöðvavinna og ýmislegt fleira í boði fyrir krakkana. Endað verður á pylsuveislu um klukkan 12. Hlökkum til að sjá ykkur, krakkar.
Skákakademia í Salaskóla
Við hófum störf hjá skákakademiu Kópavogs föstudaginn 29. janúar 2010. Skákakademia Kópavogs er styrkt af skákstyrktarsjóði Kópavogs. Kennarar eru frá Skákskóla Íslands en Salaskóli sér um aðbúnað og aðstöðu. Á myndinni sem fylgir eru eftirtaldir einstaklingar.
Aftari röð frá vinstri:
Lenka Ptacnikova skákmeistari og skákkennari, Tómas Rasmus kennari, Helgi Ólafsson stórmeistari og skákkennari og Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla.
Fremri röð: Skáknemendur í fyrsta tímanum hjá skákakademiunni.
Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Eiríkur Örn Brynjarsson, Ómar Yamak, Guðmundur Kristinn Lee og Birkir Karl Sigurðsson.
Fleiri nemendur eru væntanlegir.
Æfingar skákakademiunnar verða líklega framvegis þannig:
Staður vísindamiðstöð Salaskóla.
Mánudagur kl: 14:00 til 16:00
Miðvikudagur kl: 12:30 til 14:00
Föstudagur kl: 14:00 til 16:00
Góðgæti í heimilisfræði
Í heimilisfræði læra nemendur góðar vinnuaðferðir í meðferð matvæla og útbúa alls kyns góðgæti þar sem ákveðnar uppskriftir eru lagðar til grundvallar. Nemendur eru oft spenntir að fá uppskriftir heim til þess að þeir geti prófað sig áfram þar. Uppskriftum nemenda í 1. – 4. bekk hefur verið safnað saman í eina bók og er að finna í heimilisfræðihorninu hér á síðunni ásamt fleiri uppskriftum.
Bekkjarkeppni í skák
Bekkjarkeppni í skák var haldin í dag í salnum okkar í Salaskóla.
Myndir frá skákmótinu
Hver bekkur mátti senda eins mörg lið og áhugi var fyrir. Í hverju liði voru 3 keppendur auk varamanna. Um 100 krakkar tóku þátt í mótinu og kepptu af miklum krafti allan morguninn. Skoðið úrslit!
Efstu 12 liðin | ||||||
Lið | vinn | 1b | 2b | 3b | 1. varam. | |
1 | Himbrimar | 16 | Ómar | Arnþór | Guðjón | Halldór |
2 | Helsingjar 1 | 16 | Hildur | Kári | Garðar | |
3 | Hávellur | 14 | Jón Smári | Gísli | Breki | Davíð |
4 | Flórgoðar | 13 | Arnar | Helgi | Ari | Gerður |
5 | Ernir | 11,5 | Baldur | Eyþór | Sindri | |
6 | Helsingjar 2 | 11 | ||||
7 | Flórgoðar 2 | 11 | ||||
8 | Teistur | 11 | ||||
9 | Uglur 3 | 10,5 | ||||
10 | Lóur 1 | 10,5 | ||||
11 | Lóur 2 | 10 | ||||
12 | Fálkar 2 | 10 | ||||
Alls kepptu 31 lið. Himbrimar og Helsingjar tefldu eina umferð í bráðabana til þess að skera úr um hvort liðið væri sterkara. Leika fóru svo að Himbrimar sigruðu 3 – 0 og eru þeir réttkrýndir bekkjameistarar árið 2010. | ||||||
Gleðilega jólahátíð
Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.
Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Samstarfsdagur kennara er mánudaginn 4. jan.
Fjörlegur körfubolti
Það er orðin hefð í skólanum að blása til körfuboltamóts í unglingadeildinni á aðventunni. Að þessu sinni var nemendum í Lindaskóla boðið að koma og taka þátt. Spilaðir voru margir fjörlegir leikir og fóru leikar þannig að bæði stelpu- og strákalið úr 9. bekk í Lindaskóla, voru efst að stigum og fengu verðlaunapeninga afhenta.
Að þessu sinni var í fyrsta skipti spilað um svokallaðan Óttarsbikar sem er til minningar um Óttar Bjarkan, fyrrverandi húsvörð Salaskóla, sem lést í byrjun þessa árs. Strákar í 10. bekk Salaskóla fengu bikarinn afhentan í fyrsta skipti fyrir frækilega framgöngu í körfuboltanum í dag. Óttarsbikarinn mun ávallt verða varðveittur innan skólans og bikarinn fá þeir sem sýna sérlega góða frammistöðu í körfuboltanum