Páll Andrason og Eyþór Trausti Kópavogsmeistarar í skólaskák

Meistaramót Kópavogs í skólaskák var haldið í Hjallaskóla þann 13 april 2010, og mættu alls 56 keppendur til leiks. Keppt var í tveimur aldursflokkum, 1.-7. bekk og 8.-10. Tefldar voru átta umferðir með 12 mínútna umhugsunartíma. Tveir efstu úr hvorum flokki komast svo áfram á Kjördæmismót Reykjaness. Salaskóli hafði mikla yfirburði í báðum flokkum og tók öll fjögur sætin sem komast áfram. Í eldri flokki var það hinn geðþekki Páll Andrason sem bar sigur úr býtum, Birkir Karl Sigurðsson varð annar og Guðmundur Kristinn Lee þriðji, allir úr Salaskóla. Í yngri flokki sigraði hinn efnilegi Eyþór Trausti Jóhannsson eftir spennandi keppni við félaga sinn Baldur Búa Heimisson, en Róbert Leó Jónsson, Hjallaskóla, varð þriðji. Skákstjórar voru Smári Rafn Teitsson og Tómas Rasmus.

Lokastaðan í yngri flokki efstu 10:

Sæti|Nafn                               
1|Eyþór Trausti Jóhannsson Salaskóla  7,0
2|Baldur Búi Heimisson Salaskóla       6,5
3|Róbert Leó Jónsson Hjallaskóla           6,5
4|Kristófer Orri Guðmundsson  Vatnsendaskóla   6,0
5|Hilmir Freyr Heimisson Salaskóla        6,0
6|Ásta Sonja Ólafsdóttir   Hjallaskóla       5,5
7|Hildur Berglind Jóhannsdóttir  Salaskóla 5,0
8|Atli Snær Andrésson      5,0
9|Elías Lúðvíksson      5,0
10|Arnar Steinn Helgason  Salaskóla  5,0

Eldri flokkur efstu 10 :

Sæti|Nafn                                |
1|Páll Andrason   Salaskóla      7,0
2|Birkir Karl Sigurðsson Salaskóla  6,5
3|Guðmundur Kristinn Lee  Salaskóla    6,0
4|Omar Yamak  Salaskóla        5,0
5|Tam Van Lé  Hjallaskóla 5,0
6|Ingó   Smáraskóla 5,0
7|Eiríkur Örn Brynjarsson Salaskóla 4,5
8|Arnþór Egill Hlynsson Salaskóla 4,5
9|Natthakan Khandong  Hjallaskóla        4,0
10|Óttar Atli Ottósson  Vatnsendaaskóla 4,0

Fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjaneskjördæmis  2010 verða því allir úr Salaskóla.

Eða Páll Andrason, Birkir Karl, Eyþór Trausti og Baldur Búi.

Kjördæmismótið verður mánudaginn 1904.2010  og hefst  kl 18.00

tinna.jpg

Tinna varð Norðurlandameistari

Við hér í Salaskóla samgleðjumst innilega Tinnu Óðinsdóttur sem er í 10. bekk  og vann það einstaka afrek um helgina að verða Norðurlandameistari á slá í áhaldafimleikum. Lið Gerplu sem Tinna var liðsmaður í vann einnig silfur á þessu Norðurlandamóti í áhaldafimleikum.

tinna.jpg
 

9._bekkur_laugar_003.jpg

Níundubekkingar dvöldu á Laugum

Tengill í myndir. 
Níundubekkingar dvöldu á Laugum alla síðastliðna viku ásamt nemendum úr Ingunnarskóla í Grafarholti. Viðfangsefni voru af margvíslegum toga s.s. hópefli, útivist og sirkuskúnstir sem margir náðu gríðarlega góðri færni í. Nemendum var skipt upp í þrjú lið sem söfnuðu stigum allan tímann meðan á dvölinni stóð. Það lið sem náði flestum heildarstigum í lokin vann hina svokölluðu Laugaleika.

9._bekkur_laugar_003.jpg

Dvölin endaði á miklu sundlaugarpartýi. Níundubekkingarnir okkar voru sjálfum sér og öðrum til sóma og voru almennt mjög ánægðir með ferðina. 

islandsmot.jpg

Salaskóli í þriðja sæti

islandsmot.jpg
Salaskóli varð í þriðja sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór 21. mars síðastliðinn í Vetrargarðinum í Smáralind. Það var d-sveit skólans sem varð efst d-sveita. Það var Skákakademía Reykjavíkur sem stóð fyrir mótinu. Við óskum skáksnillingunum til hamingju með frábæran árangur. Nánar um mótið hér.

reading.png

Stóra upplestrarkeppnin

reading.pngHin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk fór fram í Salaskóla síðastliðinn föstudag. Nemendur lásu upp fyrir dómnefnd skólans í salnum okkar og var Margrét Ósk Gunnarsdóttir í Fálkum hlutskörpust að þessu sinni.

Það er því ljóst að Margrét keppir fyrir hönd skólans í Stóru upplerstrarkeppninni sem fram fer í Salnum í Kópavogi þann 17. mars næstkomandi. Varamaður Margrétar verður Eyþór Trausti Jóhannsson í Örnum sem stóð sig líka mjög vel í keppni skólans. Mætum í Salinn og hvetjum Margréti til dáða á miðvikudaginn.  

samkop.jpg

SAMKÓP býður foreldrum á fund

Fimmtudaginn 11. mars  býður SAMKÓP foreldrum barna í Kópavogi upp á fyrirlestur með Eddu Björgvinsdóttur. Fyrirlesturinn ber heitið Húmor og gleði í lífinu- dauðans alvara
  
"Húmor í lífinu er á allan hátt uppbyggilegur og nærandi. Húmor er heilsubót og með húmor er hægt að auðvelda hvers kyns mannleg samskipti, leysa  hin fjölbreyttustu vandamál og minnka streitu.“ – Edda Björgvinsdóttir.
  
Fyrirlesturinn verður haldinn í Hörðuvallaskóla fimmtudaginn 11.mars kl. 20:00.

samkop.jpg

Innritun í Salaskóla

Innritun í grunnskóla Kópavogs fer fram dagana 8. og 9. mars 2010
Til að innrita barn í Salaskóla er hægt að:
1. hringja í síma 5704600 og innrita barnið
2. skrá barnið með því að opna innritunarblaðið og senda til ritara skólans á asdissig@kopavogur.is
3. koma á skrifstofu skólans með eða án verðandi skólabarns

Skrifstofan er opin frá 8:30 – 15
Um leið og barn er innritað óskar skólinn eftir upplýsingum um hvort þörf sé á gæslu eftir skóla. Útfyllt skráningarblað sendist til ritara skólans asdissig@kopavogur.is

vidhorfskonnun.jpg

Viðhorfakönnun foreldra

Vorið 2009 var gerð könnun meðal foreldra um viðhorf þeirra til skólans og skólastarfsins. Könnunin er liður í sjálfsmati skólans og eru niðurstöður úr henni nú aðgengilegar á vefsíðu skólans. Smellið hér eða farið inn á hnappinn SKÓLINN og veljið Mat á skólastarfi. 

vidhorfskonnun.jpg