Katrín vann Stóru upplestrarkeppnina


Hin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk var haldin í Salnum 8. mars sl. Keppendur voru frá flestum grunnskólum í Kópavogi. Sigurvegari varð Katrín Kristinsdóttir sem er nemandi okkar í fálkum hér í Salaskóla. Við óskum Katrínu innilega til hamingju með árangurinn. Meðfylgjandi mynd er af þeim sem voru í þremur efstu sætunum.

Upplestrarkeppni

Í morgun, föstudaginn 4. mars, var hin árvissa upplestrarkeppni í 7. bekk. Sjöundubekkingar hafa verið að æfa sig að undanförnu fyrir keppnina og nú var komið að því að velja fulltrúa til þess að fara á Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í vor eins og venjulega. Í salnum var hátíðleg stund þar sem nokkrir vaskir lesarar kepptu sín á milli um hvaða tveir yrðu valdir til að fara áfram í aðalkeppnina. Einnig var fjögurra manna nefnd tilbúin til að hlusta á upplesturinn og meta hann út frá ákveðnum forsendum. Keppninni lauk þannig að Katrín Kristinsdóttir og Guðný Ósk Jónasdóttir voru valdar til að keppa fyrir hönd Salaskóla.  Myndir

Meistaramót Kópavogs á mánudaginn

Meistaramót Kópavogs verður haldið mánudaginn 7. mars og hefst klukkan 13:40 og stendur til kl. 17:00. Fjölmargir nemendur frá Salaskóla taka þátt í meistaramótinu. Meðfylgjandi er listi yfir þá sem gefst kostur á að fara á mótið og þeir hinir sömu þurfa að muna að hafa nesti meðferðis.

Skólahreysti í gangi

Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti MS fóru fram í gær 3. mars í Íþróttahúsinu í Smáranum. Í einum þeirra riðla var lið Salaskóla sem stóð sig með mikilli prýði í sínum þrautum og sýndi hreysti sína í hvívetna. Í liði skólans voru þau Kristín Gyða,  Hans Patrekur, Óliver, Hlín, Þórunn Salka og Jón Pétur. Sjá nánari úrslit hér.

 

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lokið

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lauk mánudaginn 21.feb. Mótið var haldið í fjórum áföngum í janúar og febrúar. Fyrst var keppt í aldursflokkum, síðan voru öflugustu nemendurnir úr öllum aldurshólfum samankomnir í lokamótinu þar sem keppt var um titilinn meistari meistaranna.  Alls kepptu í undanrásunum 126 keppendur.
Úrslit urðu þessi:
Meistari meistaranna er Guðmundur Kristinn Lee  10. b., hann vann alla andstæðinga sína.

Síðasti tíminn var í útikennslustofunni

Föstudaginn 18. febrúar var síðasti tíminn í valgreininni Eldað og tálgað og þá fóru nemendur í útikennslustofu skólans með afurðir valgreinarinnar. Nemendur voru búnir að smíða fóðurhús og gera grillpinna fyrir skólann. Fuglafóðurhúsin voru hengd upp, Sigurður Guðni, skáti, í lómum kenndi nemendum og kennurum að hlaða bálköst, kveikti upp og bakað var kanilbrauð yfir eldi. Prófaðar voru nokkrar grillbrauðsuppskriftir í valinu og sú sem var grilluð yfir eldi þennan dag var sú besta að þeirra mati enda voru gerðir hálfgerðir kanilsnúðar sem vorur vafðir upp á grillteinana góðu. Verður ekki meira svona val spurðu nokkrir. Skoðið fleiri myndir.

Meistaramót Salaskóla- unglingaflokkur

Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):

Birkir Karl 9b.  9,0 v
Guðmundur Kristinn 10b. 7,5 v
Baldur Búi  8b 6,5 v
Eyþór Trausti 8b. 5,5 v
Guðjón Birkir 10b. 5,0 v
Matthías 8b. 5,0 v
Selma Líf 8b. 5,0 v
Þormar Leví 9b. 4,5 v
Sigurður Guðni 8b. 4,5 v
Ragnheiður Erla 8b. 4,5 v
Ingi Már 8b. 4,5 v
Grétar Atli 9b. 4,5 v

Framundan er sem sagt keppnin um meistartitil Salaskóla. Síðan er sveitakeppni Kópavogs og skömmu síðar verður Íslandsmót barnaskólasveita og Íslandsmót grunnskólasveita. En eins og þið vitið var Salaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita árin 2009 og 2010.  og Norðurlandameistari grunnskólasveita árið 2009 og silfurlið frá síðasta Norðurlandamóti ( haustið 2010 ).

Hundraðdagahátíðin

Í gær héldu fyrstubekkingar upp á að þeir eru nú búnir að vera 100 daga í skólanum. Hundraðdagahátíðin gekk vel þar sem margt var gert sér til skemmtunar t.d. bjuggu allir til kórónu í tilefni dagsins. Ýmislegt góðgæti var á boðstólum sem krakkarnir gerðu góð skil. Skemmtileg tilbreytni í skammdeginu. Myndirnar tala sínu máli.

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun

Meistaramót Salaskóla í skák hófst í morgun föstudaginn 28.01.2011 með keppni krakkana af miðstigi. Keppendur voru alls 34 úr 5 til 7. bekk. Úrslit urðu þessi, efstu 4 í hverjum aldursflokki

5. bekkur
1. Jón Jón Otti Teistur  6 v       
2. Jón Arnar  Teistur  5 v
3. Tinna Ósk  Lundar  5 v
4.  Atli Ívar   Teistur  4 v

6. bekkur

1. Jón Smári        Súlur  8 v
2. Hildur Berglind  Súlur 7,5 v
3. Kári Steinn       Súlur 7,5 v
4. Davíð Þór        Álftir  6,5 v

7. bekkur
1. Róbert Max       Ernir     5
2. Ágúst Einar       Fálkar   5
3. Skúli Eggert      Fálkar   4,5
4. Magnús Már      Fálkar   4,5

Á lokamótinu þar sem keppt verður um titilinn skákmeistari Salaskóla mun koma í ljós hver þessara verður krýndur meistari miðstigs. Næstkomandi fimmtudag (3 feb ) verður keppnin hjá 1. til 4. bekk og föstudaginn 4 feb. keppa unglingarnir okkar.

Foreldraviðtöl á bóndadag

Föstudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum og funda með umsjónarkennara. Farið er yfir námsmat haustannarinnar og lagt á ráðin um vorönnina. Kennarar hafa sent út tíma vegna viðtalanna. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals þennan dag. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00.