Foreldradagur

Foreldradagur er í Salaskóla í dag, 19. janúar, þá koma nemendur í skólann ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennarann sinn. Aðrir kennarar skólans s.s. sérgreinakennarar eru einnig til viðtals ef óskað er. Nemendur á mið- og unglingastigi fá skriflegan vitnisburð í hendur og fara yfir árangur sinn í viðtalinu en yngstu nemendurnir fá munlegan vitnisburð og setja sér markmið fyrir næstu önn í samráði við umsjónarkennara og foreldra.  

hilmir_freyr

Góður árangur á Íslandsmóti

hilmir_freyr
10 krakkar úr Salaskóla kepptu á  Íslandsmóti barna nú um helgina. Hilmir Freyr Heimisson nemandi í 5 bekk náði öðru sæti, hann tapaði ekki einni skák en gerði tvö jafntefli við mjög sterka andstæðinga. Þeir Róbert Örn Vigfússon, Aron Ingi Woodard og Ágúst Unnar Kristinsson voru einnig í toppbaráttunni allan tíman og komust ásamt Hilmi í gegnum 15 manna úrtökuna.

Hér eru heildarúrrslitin.

Á myndinni eru Björn Ívar Karlsson, Hilmir Freyr og Stefán Bergsson.

Salaskólakrakkarnir fjölmenna á Íslandsmót barna 2012.

Íslandsmótið fer fram laugardaginn 7. janúar kl 11:00 til ca 16:30 í Rimaskóla. Keppendur verða að vera fæddir árið 2001 eða síðar. Veitt eru sérstök verðlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi, og auk þess efnt til happdrættis svo allir eiga möguleika á vinningi. 
Þessir eru þegar skráðir á hádegi þann 6.01.2012:
Aron Ingi Woodard
Axel Óli Sigurjónsson
Ágúst Unnar Kristinsson
Benedikt Árni Björnsson
Dagur Kárason
Hilmir Freyr Heimisson
Kjartan Gauti Gíslason
Róbert Örn Vigfússon
Sindri Snær Kristófersson

jlaball_2011_013

Gleðilega jólahátíð

jlaball_2011_013
Jólaböllin í skólanum gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum fimmtudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Miðvikudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og dægradvölin er opin frá kl. 8:00.

jlaball_08_0301

Litlu jólin

Á morgun 20. desember eru litlu jólin hjá 1. – 7. bekk. Þá mæta nemendur í stofuna sína og ganga með umsjónarkennaranum sínum í röð í salinn þar sem dansað er í kringum jólatré. Nemendur mæta sem hér segir en gott er að mæta 10 mínútum fyrr: 
jlaball_08_0301

kl. 9:00 kl. 10:00 kl. 11:00

þrestir
sendlingar
glókollar
kríur
teistur
álftir

lóur
músarindlar
stelkar
sólskríkjur
maríuerlur
ritur
langvíur

hrossagaukar
spóar
starar
steindeplar
mávar
lundar
súlur

Unglingarnir halda sitt jólaball í kvöld, mánudaginn 19. des. og hefst það kl.  20:30.  

logi_og_arnaldur

Fjörugur körfubolti

logi_og_arnaldur


Í unglingadeildinni hófst dagurinn á hörkufjörugri körfuboltakeppni ens og hefð er fyrir rétt fyrir jólafrí. Bekkirnir keppa innbyrðis sín á milli og einnig var allsterkt kennaralið sem tók þátt í leiknum. Í þessari körfuboltakeppni er keppt um svokallaðan Óttarsbikar sem gerður var til að heiðra minningu Óttars húsvarðar.  Ákaft var miðað á körfuna og boltinn skoppaði oft á brúninni án þess að fara niður en ekki vantaði kappið í leikmennina. Eftir marga allharða leiki fóru leikar þannig að tíundubekkingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Á jólaballi unglingadeidlar í kvöld verður bikarinn afhentur. 

Myndir

krummar_skak

Bekkjarmót Salaskóla í skák 2011

Nú er lokið bekkjarmóti Salaskóla í skák árið 2011. Alls kepptu yfir 140 krakkar í þremur riðlum í undanrásum. Föstudaginn 16.11.2011 var síðan haldið úrslitamót  þar sem þeir bestu af þeim bestu kepptu um titilinn besti skák-bekkurinn árið 2011.

krummar_skak



Úrslit:
Krummar 10b        18,5
Súlur  A 7b           15
Kríur A 5b             14,5
Mávar A 5b           11
Kríur B 5b             11
Músarindlar A  2b  10
Langvíur A 7b         9,5
Súlur  B 7b             9,5
Álftir A  7b             9
Ritur A 5b              8
Starar A 3b            8
Steindeplar A 4b     5

Steindeplar misstu af fyrstu þrem umferðunum þannig að þeirra árangur er ekki marktækur.
Bestum árangri á einstökum borðum náðu:
1. borð: Hilmir Freyr Heimisson  Kríum 6,5 v af 7
2. borð: Þormar Leví Magnússon  Krummum 7 v af 7
3. borð: Kári Steinn Hlífarsson  Súlum 5 v af 7

Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Sigurlaug Regína.  Myndir frá mótinu.

2bekkur

Jólahringekjur og gönguferð

2bekkur


Músarrindlar, sendlingar, spóar og stelkar eru búnir að vera í jólahringekju þar sem margvísleg og skemmtileg verkefni hafa verið unnin. Í morgun skelltum við okkur síðan í hressingar jólagönguferð í Rjúpnalund þar sem krakkarnir tóku lagið og gæddu sér á piparkökum. Veðrið lék nú ekki við okkur því það var vindur og kuldi sem beit í tær og kinnar.

Skoðið myndir

Kveðja 2. bekkingar

jolaskogur

Jólastund í Rjúpnalundi

jolaskogur

Klukkan hálftíu í morgun örkuðu kátir fyrstubekkingar Salaskóla af stað að heimsækja útistofuna okkar, Rjúpnalund. Þar sameinuðust grunnskóla- og leikskólabörn og áttu góða jólastund saman. Veðrið var okkur í hag, frekar hlýtt og milt. Þegar við nálguðumst útikennslustofuna fundum við ilm frá varðeldi og þegar við komum nær blasti við okkur þessi fallegi bjarmi frá mörgum luktum sem var búið að hengja upp í trén. Kennarar tóku á móti okkar og sögðu okkur frá ljóðinu hans Jóhannesar úr Kötlum, Jólasveinavísum. Það var búið að hengja upp spjöld með myndum og texta um jólasveinana þrettán. Tákn voru hjá hverju spjaldi sem hægt var að skoða, snerta eða smakka svo sem stafur, askur og skyr. Nemendur sátu í hring í kringum varðeldinn og var þetta mjög hátíðlega jólastund sem endaði með kakói og jólasöng, það ríkti mikil gleði og kátína. Börnin voru sammála um að þetta hefði verið frábær jólastund.

Kveðja

1.bekkur Salaskóla

lsian_010

Lúsíumessa

lsian_010

Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem  skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Í morgun fór Lúsíugangan um allan skólann með söng og tilheyrandi hátíðleika. Aldís Eva Geirharðsdóttir í súlum var Lúsían þetta árið. Nemendur komu fram á ganga með kennurum sínum og fylgdust með göngunni. Falleg og friðsæl stund í Salaskóla í morgunsárið.