Vitlaust veður í fyrramálið

Veðurstofan spáir vitlausu veðri í fyrramálið í Kópavogi og víðar.
Veðrið verður að líkindum mjög slæmt þegar krakkar halda af stað i
skólann og foreldrar í vinnu. Eins og endranær munum við opna skólann
á réttum tíma foreldrar verða sjálfir að meta hvort og hvenær þeir
koma börnum sínum í skólann. Líklegt er að færð spillist og umferð
gangi treglega og auðvitað er líka spurning um hvort yfirleitt sé
skynsamlegt fyrir fólk að halda af stað meðan veðrið er sem verst. Það
verða því allir að fylgjast vel með og alls ekki að senda yngri börn
án þess að fylgja þeim. Fylgist með tilkynningum í fyrramálið.

Biðjum alla að setja öryggið framar öllu. Ef allir fara af stað rétt
um átta á bílum sínum og aka börnum sínum í skólann verður
umferðaröngþveiti þar og ástand verður hættulegt. Við mælum því með
því að þið takið því bara rólega í fyrramálið og skutlið krökkunum
þegar þið sjálf treystið ykkur til að fara á bílnum í vinnuna.

Það er mikið álag á skrifstofu Salaskóla undir þessum kringumstæðum og
við biðjum ykkur ekki um að hringja í skólann nema erindið sé mjög
brýnt. Sendið frekar tölvupóst á ritari@salaskoli.is

Kjörfundur 10. bekkjar

Það hefur verið árlegur viðburður undanfarin ár að nemendur í 10. bekk vinna að stjórnmálaverkefni í tengslum við þjóðfélagsfræði. Mynda nemendur þá stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til nemendaþings sem hefur það markmið að vinna að bættum hag nemenda í unglingadeild skólans. Hápunktur verkefnisins er svo framboðsfundur þar sem nemendum í 7.-9. bekk er boðið að fylgjast með framboðsræðum fulltrúa flokkanna og svo í kjölfarið að kjósa sína fulltrúa á þingið. Framboðsfundurinn fór fram í morgunn og fluttu ræðuskörungar 10. bekkjar innblásnar ræður við góðar undirtektir nemenda í 7.-9. bekk. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá fundinum.

 
Google has deprecated the Picasa API. Please consider switching over to Google Photos

Jólaböllin 2016

Þriðjudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jól. Þá mæta nemendur á jólaböll eins og hér segir: Kl. 9:00 – 9:50 – Glókollar, Þrestir, Hrossagaukar, Maríuerlur, Kríur, Flórgoðar, Tildrur Kl. 10:00 – 10:50 – Músarrindlar, Lóur, Lundar, Sandlóur, Langvíur, Himbrimar, Tjaldar Kl. 11:00 – 11:50 – Sólskríkjur, Spóar, Teistur, Steindeplar, Ritur, Lómar, Vepjur Nemendur í unglingadeild eru með sitt jólaball mánudagskvöldið 19. desember og eiga því frí daginn eftir. Nemendur í 1. – 7. bekk eru komnir í jólafrí að loknu jólaballi. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00 á þriðjudag. Skólastarf hefst aftur að loknu jólafríi miðvikudaginn 4. janúar.

pencil

Valgreinar á vorönn

Nú er komið að því að velja valgreinar vorannar. Allir nemendur eiga að fara inn á valsvæðið og velja þar það sem vekur mestan áhuga. Þar eru allar upplýsingar um það sem er í boði og hvernig á að velja. Þetta þarf að gerast í síðasta lagi næsta sunnudag, 18. desember.

Gleðileg jól

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu.  
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 5. janúar – að loknu jólaleyfi. 
Mánudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí.

IMG 0270

Skemmtilegt á fjölgreindaleikum

IMG 0270
Fjórtándu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á fimmtudag og föstudag 1. og 2. október. Þá er nemendum skipt í ca. 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Myndirnar sýna vel stemninguna sem er jákvæð og skemmtileg.
Myndir frá fjölgreindaleikum – fyrri dagur

 Myndir  af starfsfólki á fjölgreindaleikum

afhending

Spjaldtölvur afhentar kennurum skólans

afhending .

 

 

  kennarar

Í bítið í morgun fór fram afhending spjaldtölva af gerðinni ipad til allra kennara Salaskóla. Afar góð stemmning var á meðal kennara við afhendinguna og sannarlega skein áhuginn úr svip þeirra. Á næstu dögum verður boðið upp á námskeið fyrir kennara í notkun og meðhöndlun tækisins. Miklar vonir eru bundnar við að með notkun spjaldtölvunnar verði mikil beyting á kennsluháttum á öllum aldursstigum. Margir kennarar eiga vafalaust eftir að nýta sumarfríið til að læra á tækið, skoða smáforrit og þá möguleika sem tækið gefur og því má segja slíkt fikt getur verið af hinu góða. Kópavogsbær mun sennilega koma til móts við óskir kennara um tæknilega aðstoð í sumar. 

Skólaslit forsida

Salaskóla slitið í fjórtánda sinn

Skólaslit forsidaSalaskóla var slitið í fjórtánda sinn í dag en þá komu nemendur í 1. – 9. bekk í skólann til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng fáein lög undir stjórn Ragnheiðar tónmenntakennara við undirleik nemenda og síðan gengu umsjónarkennarar til stofu með nemendur sína til að afhenda einkunnirnar. Gaman var að sjá hversu margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir gengu svo léttir í lundu út í „sumarið“, tilbúnir að takast á við ævintýri sumarfrísins sem bíða handan við hornið. 

Í  gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Flutt voru tónlistaratriði, sýndir gjörningar nemenda og fulltrúar nemenda auk skólastjóra fluttu ávörp. Hver nemandi í 10. bekk var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini síðan afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur á glæsilegu hlaðborði.

Hér má sjá myndir frá skólaslitum og útskrift tíundubekkinga.