Vegna veðurs í dag

Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins biðja foreldra að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag. Þetta á við um yngstu börnin. Hinir ganga bara heima. Frístundavagnar ganga.

English

Pick up the youngest children at the end of school or fristund / dægradvöl today. The others just walk home.

Gul viðvörun í dag – A yellow warning today

Það er gul viðvörun frá kl. 15 í dag á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan lýsir þessu svona:

„Vestan hvassviðri, jafnvel stormur með snjókomu eða éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni í skafrenningi, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum. Hvassast verður í vesturhluta borgarinnar en mest ofankoma í efribyggðum.“

Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins hafa sent tilkynningu um að foreldrar og forráðamenn séu beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag þriðjudag. Ekki er þörf að sækja börn fyrir klukkan 15:00, en mælst til til þess að börn undir 12 ára aldri gangi ekki ein heim eftir klukkan 15:00. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Í Salaskóla lítur þetta þá þannig út að börn sem eiga að fara heim til sín í lok kennslu, ganga bara heim eins og venjulega, enda lýkur kennslu á milli 1330 og 1400.

Foreldrar eiga hins vegar að sækja börn í dægradvöl á venjulegum tíma. Við vekjum samt athygli á að vegna hríðar og versnandi akstursskilyrða eftir kl. 15 geta orðið talverðar samgöngutruflanir og erfiðleikar við að komast á milli staða.

English

A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today. Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.

Nýjar upplýsingar

Til að einfalda málin höfum við þetta svona í Salaskóla:
Foreldrar sækja nemendur í 1 – 4. bekk. Við sendum þau ekki gangandi ein heim
Nemendur í 5. – 10. bekk ganga heim eftir hádegismat.

Við biðjum foreldra um að koma inn í skóla og ná í börn sín. Við getum ekki sinnt beiðnum um að senda þau út í bíl til ykkar. Það er mikið álag á okkur og ekki bætir úr skák bilun í tölvukerfi.

 

Óveðrið og skólalokun – uppfært

Á fundi neyðarstjórnar Kópavogs í morgun var ákveðið að hvetja foreldra til að sækja börnin sín um hádegi í leikskóla, grunnskóla og frístund. Mælst er til þess að foreldrar verði búnir að sækja börnin sín fyrir kl. 14:00. Börn sem þurfa að ganga heim fari heim í hádeginu, áætlað er að engin börn séu á gangi eftir kl. 13:00.

Leikskólar, grunnskólar, og frístundir loka kl. 15:00 í dag.

………………………….

At a meeting of the  Kópavogur Emergency Board this morning, it was decided to engourage parents to pick up their children at noon in preschools, primary schools and leisure centres and no later than 2:00 pm. Children who have to walk home on their own leave school at noon so that no children will be walking outside after 1:00 pm.

Preschools, primary schools and leisure centres will close at 3 o‘clock.

……………………………

Na spotkaniu sztabu kryzysowego Miasta Kópavogur zdecydowano zalecić rodzicom, żeby w południe odebrali dzieci z przedszkoli, szkół i świetlic szkolnych.

Zaleca się odebranie dzieci najpóźniej do godziny 14:00. Dzieci, które muszą wrócić pieszo, powinny pójśc do domu w południe.

Zakłada się, że żadne dziecko nie będzie samo na dworze po godz. 13:00.

Szkoły podstawowe, przedszkola i świetlice szkolne zostaną dzisiaj zamknięte o godz. 15:00.

Í dag

Foreldrar eru beðnir um að sækja börn í skólann fyrir kl. 15:00 í dag, 10. desember vegna veðurs. Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir klukkan 13:00. Send verður út tilkynning til foreldra á eftir um tímasetningar þegar veðurspá hefur skýrst enn frekar. Engin röskun verður á skólastarfi fyrir hádegi

Við vekjum athygli ykkar á að umferðaröngþveiti á höfuðborgarsvæðinu getur orðið milli kl. 14:00 og 15:00 ef allir ætla að fara af stað á þeim.

English:
Parents are asked to pick up children at the school before 15:00 today, December the 10th due to weather. Children will not go home alone after 1pm. When a weather forecast has been clarified, a notification will be sent to parents afterwards. There will be no disruption to school activities before 13:00

We would like to draw your attention to the fact that traffic jams in the capital area can take place between 14:00 and 15:00 if everyone is going to leave their work at the same time.

jolafolk

Desemberdagar í Salaskóla

Við vitum að það getur verið íþyngjandi fyrir ykkur að muna eftir öllum þessu sérstöku dögum í desember í Salaskóla. Við höfum nú samræmt þá í 1. – 7. bekk til að einfalda lífið. Höfum í huga að þetta er gert til að gleðja blessuð börnin.

En þetta eru dagarnir sem þarf að muna:

  1. – 7. bekkur

3. desember – aðventuganga foreldrafélagsins kl. 17 – 19
4. desember – Jólasveinahúfudagur og / eða rauður dagur (koma með jólasveinahúfu eða í einhverju rauðu t.d. peysu, sokkum, bol, buxum, klút)
6. desember – sparinesti
12. desember – dótadagur / spiladagur
19. desember – stofujól, við bjóðum upp á kakó og krakkarnir koma með smákökur að heiman
20. desember – litlu jól og jólafrí að því loknu.

Hjá 8. – 10. bekk er þetta svona:

3. des – aðventuganga foreldrafélagsins
4. des – jólasveinahúfudagur og / eða rauður dagur, koma með jólasveinahúfu eða í einhverju rauðu
18. des – stofujól unglinga
19. des – körfuboltamót og jólaball um kvöldið

Gegn einelti í dag og alla daga!

​Í dag, 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti og hann ber upp á seinni dag fjölgreindaleikanna í ár. Leikarnir eru því helgaðir baráttunni gegn einelti og fer vel á því, því að fátt stuðlar að betri skólaanda og skólabrag. Nemendur vinna saman í 15 manna liðum þvert á árganga og glíma við ótrúlegustu verkefni sem reyna á bæði hug og hönd. Elstu nemendurnir eru liðsstjórar og leggja sig fram við að búa til góðan liðsanda og hvetja til samvinnu og samstarfs.

Í tilefni dagsins koma elstu nemendur leikskólanna í hverfinu í hverfinu og kynna sér fjölgreindaleikanna og fá að taka þátt í ævintýrinu.