Arnór Snær hreppti 2. sætið í ljóðakeppni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu

Þau Arnór Snær Hauksson og Bára Margrét Grímsdóttir nemendur í 5. bekk í Salaskóla stóðu sig vel á ljóðakeppni grunnskóla nú á dögunun. Arnór Snær var í 2. sæti í keppninni og Bára Margrét fékk sértaka viðurkenningu fyrir sitt ljóð. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með þennan góða og eftirtektarverða árangur. Þau fengu viðurkenningar sínar og verðlaun afhent á ljóðahátíðinni Ljóðstafur Jóns úr Vör 21. janúar sl.
 
Hlutskörpust í grunnskólakeppninni var Ingimar Örn Hammer Haraldsson í 7. Bekk Álfhólsskóla fyrir ljóðið Svarthol. Í öðru sæti var Arnór Snær Hauksson í 5. Bekk Salaskóla fyrir ljóðið Grimma tréð og í þriðja sæti Steinunn María Gunnarsdóttor og Ragnheiður Jónasdóttir í 7. bekk Kársnesskóla fyrir ljóðið Draumaland.
 
Þá hlutu sjö nemendur sérstaka viðurkenningu en þau eru: Benedikt Einarsson í 10. bekk Vatnsendaskóla, Helgi Geirsson í 7. bekk Álfhólsskóla, Bára Margrét Guðjónsdóttir í 5. bekk Salaskóla, Kristín Elka Svansdóttir í 5. bekk Hörðuvallaskóla, Hrannar Ben Ólafsson í 5. bekk Hörðuvallaskóla og Ingunn Jóna Valtýsdóttir í 10. bekk Lindaskóla.
 
Alls bárust 153 ljóð frá grunnskólabörnum.
Birt í flokknum Fréttir.