Appelsínugul viðvörun!

Almannavarnir hafa upplýst skóla um að í dag, miðvikudag 5. febrúar, hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs.
Viðvörunin gildir frá kl. 14 og ætti því, ef allt gengur eftir, að hafa að mestu áhrif á frístund og íþróttaæfingar barna en ekki hefðbundinn skóladag.

Leiðbeiningarnar um viðbrögð foreldra má nálgast með eftirfarandi slóð á íslensku, ensku og pólsku:

https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með uppfærðum veðurspám því aðstæður geta breyst hratt innan hvers dags.

Förum varlega!

Birt í flokknum Fréttir.