Þriðjudaginn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03.
Líkt og undanfarin ár hvetjum við nemendur og starfsfólk til að mæta í mislitum sokkum þennan dag og fagna fjölbreytileikanum með þessum hætti.