Aðalfundur foreldrafélags Salaskóla verður þriðjudaginn 15. nóvember nk. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf, kosið í stjórn og fulltrúa í skólaráð. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur kemur á fundinn og flytur erindi um einelti – einkenni þess, viðbrögð þegar það kemur upp og hvernig er hægt að stuðla að því að draga úr einelti. Allir foreldrar hvattir til að mæta. Fundurinn verður í sal Salaskóla og hefst kl. 20:00