Skólakór Salaskóla á jólatónleikum

Skólakór Salaskóla tekur þátt í jólatónleikum Samkórs Reykjavík, fimmtudaginn 16. desember í Fella- og Hólakirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Eftir tónleika verður boðið upp á smákökur og kaffi. Miðaverð er 2 þús. krónur og hægt að kaupa miða á skrifstofu skólans.  

Stjórnandi Skólakórs Salaskóla er Ragnheiður Haraldsdóttir og stjórnandi Samkórs Reykjavíkur er John Gear. Á tónleikunum spilar Margrét Stefánsdóttir á þverflautu og Julian Edwards Isaacs á orgel.  

 

jolaball.jpg

Gleðilega jólahátíð

jolaball.jpg


Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Samstarfsdagur kennara er mánudaginn 4. jan.

Jólaball

18. desember 2009 er gengið í kringum jólatréð í 1. – 7.bekk . Jólaballið tekur  klukkustund.  Nemendur mæta tímanlega í sínar bekkjarstofur þar sem kennarinn tekur á móti þeim og kemur með þau í röð á sal.  Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 9:30 til 10:30: glókollar, starar, steindeplar, þrestir, lóur, teistur, helsingjar og ernir. Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 10:30 til 11:30: sólskríkjur, maríuerlur, hrossagaukar, lundar, hávellur, flógoðar, uglur og fálkar. Dægradvöl er opin þennan dag fyrir þau börn sem þar eru.  Þeir sem ætla að nota dægradvöl þurfa að láta vita.

Jólabingó 3. desember

Jólabingó fyrir alla fjölskylduna í Salaskóla fimmtudaginn 3. desember kl. 20:00

Miðaverð kr. 400

9. bekkur í Salaskóla stefnir á að fara í ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalabyggð í lok janúar og rennur allur ágóði af bingóinu  í ferðasjóð nemenda.

Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is

Jólagetraun Umferðarstofu er með nýju sniði í ár. Á hverjum degi, frá 1. desember til 24. desember, geta grunnskólabörn svarað nýrri spurningu með því að opna jóladagatal á www.umferd.is og komist þannig í verðlaunapott.

Heppinn þáttakandi er dreginn út á hverjum degi og fær hann skemmtileg verðlaun.

Allir þátttakendur geta merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla og komist þannig í sérstakan bekkjarverðlaunapott.

Nemendur og bekkir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.

Hver veit – kannski vinnur bekkurinn þinn pítsuveislu!

Jóladagatalið verður á www.umferd.is frá 1. desember til 24. desember.

jlaball_08_0301.jpg

Gleðilega jólahátíð

jlaball_08_0301.jpg
Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 6. desember skv. stundaskrá.

Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.

Jólaball

19. desember 2008 er gengið í kringum jólatréð í 1. – 7.bekk . Jólaballið tekur  klukkustund.  Nemendur mæta tímanlega í sínar bekkjarstofur þar sem kennarinn tekur á móti þeim og kemur með þau í röð á sal.  Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 9:30 til 10:30 steindeplar, þrestir, lundar, mávar, kríur, langvíur, hávellur, kjóar Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 10:30 til 11:30 maríuerlur, lóur, hrossagaukar, teistur, ritur,súlur, helsingjar, krummar.

 

jlasveinarnir_2432.jpg

Jólasveinarnir í 6. bekk

jlasveinarnir_2432.jpgStórskemmtilegur viðburður átti sér stað í dag þegar nemendur í 6. bekk buðu yngri nemendum skólans að koma og horfa á jólaleikrit súlna og langvía. Leikritið var frumsamið af þeim en byggðist að hlut til á jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum.

Myndir frá sýningunni eru hér.

Sjöttubekkingarnir sáu alfarið um allt sem tengdist leiksýningunni og fyrir utan leikara og upplesara var valinn maður í hverju verki s.s búningagerð, förðun, leikmynd, leikskrá, hljóð- og ljósastjórn og sviðsaðstoð. Krakkarnir skiluðu öllum hlutverkum með miklum sóma og áhorfendur skemmtu sér afskaplega vel.

jlasveinar.jpg

Jólasveinar einn og átta …

jlasveinar.jpg

Útikennslan er í góðum gír í rökkri vetrarmorgunsins. Riturnar hittust í þinginu snemma morguns með kennurum sínum þar sem voru kertaljós og tendrað var lítið bál. Allir voru með jólasveinahúfur, ennisljós eða vasaljós. Kvæðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum var lesið og nemendur komu fram og fengu leikmuni eftir því sem við á. Í dag var sérstök stemning þar sem komu smá snjókorn meðan stóð á þingstörfum og settu ævintýraljóma á leiksviðið. Í lokin gengur riturnar inn í stofuna sína í  jólasveinaröð og fengu heitt kakó með nestinu sínu.

jolastund.jpg

Jólastund hjá yngstu nemendunum

Nemendur í 1. og 2. bekk buðu foreldrum sínum til jólastundar í bítið í morgun. Þeir sungu fyrir þau lögin sem þeir hafa verið að æfa í samsöngnum í vetur og flautunemendur í þessum bekkjum spiluðu á flauturnar sínar af hjartans list. Foreldrar tóku undir sönginn hjá krökkunum og virtust njóta vel þessarar aðventustundar. jolastund.jpg