Skólakór Salaskóla á jólatónleikum

Skólakór Salaskóla tekur þátt í jólatónleikum Samkórs Reykjavík, fimmtudaginn 16. desember í Fella- og Hólakirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Eftir tónleika verður boðið upp á smákökur og kaffi. Miðaverð er 2 þús. krónur og hægt að kaupa miða á skrifstofu skólans.  

Stjórnandi Skólakórs Salaskóla er Ragnheiður Haraldsdóttir og stjórnandi Samkórs Reykjavíkur er John Gear. Á tónleikunum spilar Margrét Stefánsdóttir á þverflautu og Julian Edwards Isaacs á orgel.  

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .