Jólaböllin 2016

Þriðjudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jól. Þá mæta nemendur á jólaböll eins og hér segir: Kl. 9:00 – 9:50 – Glókollar, Þrestir, Hrossagaukar, Maríuerlur, Kríur, Flórgoðar, Tildrur Kl. 10:00 – 10:50 – Músarrindlar, Lóur, Lundar, Sandlóur, Langvíur, Himbrimar, Tjaldar Kl. 11:00 – 11:50 – Sólskríkjur, Spóar, Teistur, Steindeplar, Ritur, Lómar, Vepjur Nemendur í unglingadeild eru með sitt jólaball mánudagskvöldið 19. desember og eiga því frí daginn eftir. Nemendur í 1. – 7. bekk eru komnir í jólafrí að loknu jólaballi. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00 á þriðjudag. Skólastarf hefst aftur að loknu jólafríi miðvikudaginn 4. janúar.

Forgangsröðun vegna manneklu í dægradvöl

Það gengur illa að manna dægradvölina og nú þegar tæp vika er í skólasetningu eru aðeins fimm starfsmenn þar. Okkur vantar sjö til átta starfsmenn til viðbótar til þess að geta tekið við þeim fjölda barna sem óskað hefur verið eftir vistun fyrir. Það eru lítil sem engin viðbrögð við auglýsingum okkar en þó eigum við von á tveimur starfsmönnum á næstu dögum. Á liðnum árum höfum við stundum verið í svipaðri aðstöðu og þá rætist oft úr þegar háskólar og framhaldsskólar byrja.

Við vonum að það verði svo nú og jafnframt biðjum við ykkur, foreldrar góðir, að vekja athygli þeirra, sem e.t.v. eru að leita sér að hlutastarfi, á að hér er skemmtilega vinnu að fá. Það er líka möguleiki á fullu starfi ef svo ber undir.

Það er deginum ljósara að dægradvölin verður ekki starfhæf nema að hluta þriðjudaginn 23. ágúst þegar skólastarf hefst að fullu. Við verðum því að takmarka þann fjölda sem þangað kemur þar til meiri mannskapur fæst. Ákveðið hefur verið að forgangsraða þannig að nemendur í 1. bekk ganga fyrir og eldri nemendur verða svo teknir inn eftir því sem fjölgar í starfsmannahópnum.

Þetta er auðvitað afleitt ástand en við getum ekki veitt þá þjónustu sem til er ætlast nema hafa nægan mannskap. Við vonum að þið sýnið þessu skilning og að málin leysist hratt og vel. Við látum ykkur fylgjast með.

 

Gleðileg jól

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu.  
Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 5. janúar – að loknu jólaleyfi. 
Mánudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí.

IMG 2470

Liltu-jólin og jólaleyfi

IMG 2470
Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólatréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum. Á ballið mætti jólasveinn sem sagðist vera tvíburabróðir Stúfs nema hann var miklu lengri og kallaði sig Uppstúf! Hann var fjörugur og skemmtilegur og hlátrasköllin ómuðu.

Eftir jólaballið hófst jólafrí. Hér eru myndir frá morgninum. Mánudaginn 5. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 6. janúar. 
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu. 

Jólaböllin í dag

Jólaböllin í dag:

Kl. 9 – Starar, sandlóur, sólkríkjur, tjaldar, flórgoðar, langvíur
Kl. 10 – Stelkar, steindeplar, músarrindlar, vepjur, himbrimar, svölur, kríur
Kl. 11 – sendlingar, glókollar, maríuerlur, tildrur, lómar, súlur, ritur

Mæta í sínu stofu og svo er marserað í salinn og dansað í kringum jólatréð

jolathorp

Jólaþorpið 2014

jolathorp

Nemendur í  8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú er risið fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kikrju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið áhugasamir og duglegir í þessari vinnu. Vinsælt er að bekkir komi í heimsókn og skoði jólaþorpið og dáist að dýrðinni. Jafnvel er von á utanaðkomandi gestum. Skoðið fleiri myndir frá jólaþorpinu 2014.

.

PC180013

Litlu-jólin og jólafrí

PC180013
Í dag flykktust prúðbúnir nemendur í 1. – 7. bekk á Litlu jólin í Salaskóla. Í Klettagjá var fallega skreytt jólatré sem krakkarnir dönsuðu í kringum við undirleik hljómsveitarinnar Jólakúlnanna en meðlimir hennar voru að þessu sinni bæði nemendur og kennarar skólans. Allt í einu heyrðust háreysti mikil og inn um einn gluggann hentist rauðklæddur maður með miklum bægslagangi. Jú, jú… það var þá sjálfur jólasveinninn sem var kominn til þess að heilsa upp á krakkana. Hann sagðist heita Grýlukertasleikir sem viðstaddir minntust ekki að hafa heyrt um áður enda ekki skrýtið því Grýlukertasleikir kemur bara á 500 ára fresti til byggða til að gefa skrýtnar gjafir eins og jóli útskýrði fyrir krökkunum. Hafsteinn skólastjóri fékk til dæmis silfurskó sem voru allt of litlir og Magga sérkennari var svo heppin að fá eitthvað sem líktist uppblásinni jólagrís. Jólasveinninn lék á létta strengi og sagði að það væru bara þægir krakkar í skólanum en það sama væri ekki hægt að segja um kennara. Hvað sem hann meinti með því.

Eftir Litlu-jólin byrjar langþráð jólafrí nemenda og starfsfólks Salaskóla. Á nýju ári mæta kennarar á samstarfsdag þann 3. janúar en skóli hjá nemendum hefst ekki fyrr en mánudaginn 6. janúar skv. stundaskrá.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu 2013. 

 

jolasidir

Jólasiðir í mismunandi löndum – Comeníusarverkefni

jolasidir

Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna nokkur verkefni  í haust í tengslum við samvinnuverkefni okkar í Comenius.    Unnið hefur verið að sameiginlegri matreiðslubók  sem verður gefin út, einnig gerðu miðstigsnemendur myndband á spjaldtölvur um Íslenska jólasiði.   Þetta myndaband ásamt myndböndum frá hinum löndunum verða sett inn á sameiginlega vefsíðu landanna.   Tengill er á  síðunni okkar.

jolafolk

Hvernig varð jólaþorpið til?

jolafolk

Eins og fram hefur komið hér á síðunni er nú til sýnis í skólanum afrakstur þemaverkefnis nemenda í 7. og 8. bekk sem ber heitið JÓLAÞORPIÐ. Nokkrir nemendur tóku myndir meðan á gerð jólaþorpsins stóð sem sýnir vel hvernig verkið gekk fyrir sig. Myndasmiðir eru Magnús Garðar, Viktor Gunnars og Davíð Birkir og hér er sýningin þeirra. Einnig var gert myndband sem Davíð Birkir stóð að. 

DSC01153

Jólaþorp nemenda í 7. og 8. bekk.

DSC01153

Nemendur í 7. og 8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú rís fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, ráðhús, skíðabrekku, tjörn, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið áhugasamir og duglegir í þessari vinnu og hvetjum við foreldra og aðra að koma og líta á þorpið við tækifæri.

Skoðið notalegu stemninguna í jólaþorpinu.