jolathorp

Jólaþorpið 2014

jolathorp

Nemendur í  8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú er risið fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kikrju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið áhugasamir og duglegir í þessari vinnu. Vinsælt er að bekkir komi í heimsókn og skoði jólaþorpið og dáist að dýrðinni. Jafnvel er von á utanaðkomandi gestum. Skoðið fleiri myndir frá jólaþorpinu 2014.

.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .