Nú þurfa krakkarnir bók í jólagjöf

Smá hugleiðing vegna PISA skýrslunnar:

Niðurstöður PISA rannsóknarinnar frá 2012 voru kynntar í vikunni. Við fyrstu sýn eru þær varla gleðiefni fyrir okkur Íslendinga, sem viljum ævinlega vera mest og best í öllu. Það er reyndar til einföld lausn á þeim vanda sem við erum í, en hún kostar korter á dag. En í PISA leynast líka góð tíðindi fyrir okkur Frónbúa.

Engum nemanda ofaukið
Fyrst að jákvæðu fréttunum. Íslenskum grunnskólum tekst að mestu að útmá þann mun sem er mögulega á aðstöðu nemenda eftir fjárhag heimilanna innan sama skólahverfis. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er með allra mesta móti í heiminum. Og niðurstöður PISA rannsóknarinnar staðfesta ennfremur að innan hvers skóla er getustig nemenda það fjölbreytilegasta sem gerist í heiminum, hver skóli hefur bæði mjög sterka og mjög slaka nemendur. Þetta er ein mikilvægasta sérstaða íslenska grunnskólans. Við viljum ekki aðgreiningu eftir námsgetu, við viljum ekki skilja neinn út undan. Í okkar skólum á engum nemanda að vera ofaukið.

Íslenskum nemendum líður vel í skólanum
PISA sýnir mjög jákvæða þróun á skólabrag og bekkjaranda sl. 4 ár í íslensku skólum. Stuðningur kennara við nemendur er mikill og samband nemenda við kennara áberandi betra en almennt gerist í OECD ríkjunum. Nemendur líður nú mun betur í nemendahópnum í skólanum, agi í tímum hefur aukist og viðhorf nemenda til skólans batnað. Af þessu má sjá að íslenski grunnskólinn stendur sig þrátt fyrir allt býsna vel. Aðgreining er lítil og nemendum líður almennt vel.

Krakkar verða að lesa meira – líka heima
Mesta áhyggjuefnið í PISA niðurstöðunum er æ slakari lestrarhæfni íslenskra unglinga, ekki bara stráka heldur líka stelpna. Ástæðan er náttúrulega engin önnur er sú að krakkar lesa of lítið og miklu minna nú en áður. Þeir gera eitthvað annað á þeim tíma sem þeir ættu að verja til lesturs. Lesskilningur eykst ekki nema með lestri og því meira sem börn og unglingar lesa því betur skilja þau það sem þau lesa – svo einfalt er það. Það er ekki aðeins verkefni skólans að hvetja börn og unglinga til lesturs. Þar skipta foreldrarnir langmestu máli. Ef við ætlum að snúa ofan af þessu verða foreldrarnir og að sjálfsögðu krakkarnir sjálfir að taka fullan þátt í því með skólunum.

Bók í jólapakkann
Jólin eru framundan og þar liggur svo sannarlega sóknarfæri. Allir krakkar sem vilja eiga margvíslega möguleika í framtíðinni óska sér bóka í jólagjöf. Og foreldrar sem vilja stuðla að betra læsi sinna barna lauma skemmtilegri bók í jólapakkann. Og auðvitað les svo öll fjölskyldan saman um jólin og ákveður að í framtíðinni eigi allir að lesa í bókinni sinni fyrir svefninn á hverju einasta kvöldi í a.m.k. stundarfjórðung. Já og ekki gleyma litlu börnunum, það þarf að lesa fyrir þau. Ef við viljum skora hærra á PISA þá er til einföld leið og hún kostar bara 15 mínútur á dag – lesa meira!

jolaball

Gleðilega jólahátíð

jolaball
Afar prúðbúnir nemendur mættu í skólann í morgun á litlu jólin í Salaskóla. Gengið var í kringum jólatréð og var vel tekið undir jólasöngvana við undirspil hljómsveitarinnar Jólakúlnanna sem er skipuð starfsfólki Salaskóla. Skyndilega heyrðist brambolt við einn gluggann og inn kom veltandi jólasveinn sem mundi alls ekki hvað hann hét í fyrstu. En þegar sveinki var búinn að liðka sig aðeins og dansa með krökkunum kom í ljós að þetta var sjálfur Þvörusleikir. Hann lék á létta strengi og reitti af sér brandarana – sumir á kostnað kennaranna einhverra hluta vegna. Ætli jólasveinum sé illa við kennara? Allir skemmtu sér hið besta. Eftir velheppnuð litlu jól fóru krakkarnir heim með bros á vör og langþráð jólafrí hófst. 

Starfsfólk Salaskóla óskar nemendum og aðstandendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þakklæti fyrir gott samstarf á árinu. Hittumst hress á ný föstudaginn 4. janúar skv. stundaskrá.  Nokkrar myndir sem sýna heimsókn Þvörusleikis.

jlaball_08_0301

Jólaböllin 2012

jlaball_08_0301
Á morgun 20. desember eru litlu jólin hjá 1. – 7. bekk. Þá mæta nemendur í stofuna sína og ganga með umsjónarkennaranum sínum í röð í salinn þar sem dansað er í kringum jólatré. Nemendur mæta sem hér segir en gott er að mæta 10 mínútum fyrr: 

kl. 9:30                 kl. 10:30            

Sólskríkjur
Lóur
Þrestir
Vepjur
Spóar
Svölur
Mávar
Ritur
Lundar

Glókollar
Músarrindlar
Hrossagaukar
Tildrur
Tjaldar
Jaðrakanar
Súlur
Kríur
Teistur

Unglingarnir halda sitt jólaball í kvöld, miðvikudaginn 19. des. og opnar húsið kl. 19.00 og stendur til klukkan 22:00.

Aðventuganga og jólabingó 6. desember

Hin árlega aðventuganga foreldrafélagsins verður nk. fimmtudag, 6. desember. Hún hefst í Salaskóla kl. 16:30 og þar tekur Skólahljómsveit Kópavogs á móti öllum með jólalögum. Lagt verður af stað frá Salaskóla kl. 1700 og gengið að Lindakirkju þar sem skólakórinn syngur. Síðan verður gengið aftur í skólann þar sem bíður okkar rjúkandi súkkulaði og gómsætar jólasmákökur.

 

Kl. 19:30 sama dag er svo jólabingó á vegum 9. bekkjar en það er liður í fjáröflun fyrir ferð í skólabúðirnar að Laugum í Sælingsdal. Ótrúlegir vinningar í boði. Krakkarnir ætla líka að vera með smá kaffisölu ásamt smá fjáröflunarbás þar sem nokkrar vörutegundir verða til sölu (t.d. mandarínukassar, lakkrís, útikerti, jólapappír og kannski eitthvað fleira). Það verður bæði hægt að borga með peningum eða kortum (posi á staðnum). Það er engin skylda að kaupa eitthvað en auðvitað verða krakkarnir ótrúlega glöð ef þið sjáið ykkur fær um að styrkja þau á einhvern hátt 🙂

jol_ikassa

Jól í skókassa

jol_ikassaKrakkarnir okkar í dægradvölinni taka þátt í verkefninu „Jól í skókassa“ fyrir þessi jól. Í því felst að hvert barn safnar ákveðnum hlutum í skókassa s.s. skóladóti, leikföngum, hreinlætisvörum, fötum  og sælgæti, skreytir kassann að utan og merkir hvort innihaldið henti strák eða stelpu. Á dögunum söfnuðust krakkarnir saman í anddyri skólans með kassana sína og gengu síðan fylktu liði út í Lindakirkju þar sem kassarnir voru afhentir. Krakkarnir tóku greinilega verkefnið alvarlega, héldu fast utan um kassann sinn og voru ábúðarfull á svipinn.

 „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu þar sem búa um 46 milljónir manna. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili og barnaspítala. Skoðið fleiri myndir.

jlaball_2011_013

Gleðilega jólahátíð

jlaball_2011_013
Jólaböllin í skólanum gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.

Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum fimmtudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Miðvikudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og dægradvölin er opin frá kl. 8:00.

jlaball_08_0301

Litlu jólin

Á morgun 20. desember eru litlu jólin hjá 1. – 7. bekk. Þá mæta nemendur í stofuna sína og ganga með umsjónarkennaranum sínum í röð í salinn þar sem dansað er í kringum jólatré. Nemendur mæta sem hér segir en gott er að mæta 10 mínútum fyrr: 
jlaball_08_0301

kl. 9:00 kl. 10:00 kl. 11:00

þrestir
sendlingar
glókollar
kríur
teistur
álftir

lóur
músarindlar
stelkar
sólskríkjur
maríuerlur
ritur
langvíur

hrossagaukar
spóar
starar
steindeplar
mávar
lundar
súlur

Unglingarnir halda sitt jólaball í kvöld, mánudaginn 19. des. og hefst það kl.  20:30.  

2bekkur

Jólahringekjur og gönguferð

2bekkur


Músarrindlar, sendlingar, spóar og stelkar eru búnir að vera í jólahringekju þar sem margvísleg og skemmtileg verkefni hafa verið unnin. Í morgun skelltum við okkur síðan í hressingar jólagönguferð í Rjúpnalund þar sem krakkarnir tóku lagið og gæddu sér á piparkökum. Veðrið lék nú ekki við okkur því það var vindur og kuldi sem beit í tær og kinnar.

Skoðið myndir

Kveðja 2. bekkingar

jolaskogur

Jólastund í Rjúpnalundi

jolaskogur

Klukkan hálftíu í morgun örkuðu kátir fyrstubekkingar Salaskóla af stað að heimsækja útistofuna okkar, Rjúpnalund. Þar sameinuðust grunnskóla- og leikskólabörn og áttu góða jólastund saman. Veðrið var okkur í hag, frekar hlýtt og milt. Þegar við nálguðumst útikennslustofuna fundum við ilm frá varðeldi og þegar við komum nær blasti við okkur þessi fallegi bjarmi frá mörgum luktum sem var búið að hengja upp í trén. Kennarar tóku á móti okkar og sögðu okkur frá ljóðinu hans Jóhannesar úr Kötlum, Jólasveinavísum. Það var búið að hengja upp spjöld með myndum og texta um jólasveinana þrettán. Tákn voru hjá hverju spjaldi sem hægt var að skoða, snerta eða smakka svo sem stafur, askur og skyr. Nemendur sátu í hring í kringum varðeldinn og var þetta mjög hátíðlega jólastund sem endaði með kakói og jólasöng, það ríkti mikil gleði og kátína. Börnin voru sammála um að þetta hefði verið frábær jólastund.

Kveðja

1.bekkur Salaskóla

Jólaball og jólafrí


Nemendur í 1. – 7. bekk mættu á jólaball þennan morguninn og áttu skemmtilega stund við jólartréð ásamt hljómsveitinni Jólakúlunum og Giljagaur. Eftir jólaballið hófst jólafrí.  Hér eru myndir frá morgninum. 4. janúar er skipulagsdagur og nemendur eiga frí, en dægradvölin er opin. Kennsla hefst svo aftur að loknu jólaleyfi miðvikudaginn 5. janúar.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.