Aðventuganga og jólabingó 6. desember

Hin árlega aðventuganga foreldrafélagsins verður nk. fimmtudag, 6. desember. Hún hefst í Salaskóla kl. 16:30 og þar tekur Skólahljómsveit Kópavogs á móti öllum með jólalögum. Lagt verður af stað frá Salaskóla kl. 1700 og gengið að Lindakirkju þar sem skólakórinn syngur. Síðan verður gengið aftur í skólann þar sem bíður okkar rjúkandi súkkulaði og gómsætar jólasmákökur.

 

Kl. 19:30 sama dag er svo jólabingó á vegum 9. bekkjar en það er liður í fjáröflun fyrir ferð í skólabúðirnar að Laugum í Sælingsdal. Ótrúlegir vinningar í boði. Krakkarnir ætla líka að vera með smá kaffisölu ásamt smá fjáröflunarbás þar sem nokkrar vörutegundir verða til sölu (t.d. mandarínukassar, lakkrís, útikerti, jólapappír og kannski eitthvað fleira). Það verður bæði hægt að borga með peningum eða kortum (posi á staðnum). Það er engin skylda að kaupa eitthvað en auðvitað verða krakkarnir ótrúlega glöð ef þið sjáið ykkur fær um að styrkja þau á einhvern hátt 🙂

Birt í flokknum Fréttir og merkt .