Jóladagatal grunnskólanna á www.umferd.is

Jólagetraun Umferðarstofu er með nýju sniði í ár. Á hverjum degi, frá 1. desember til 24. desember, geta grunnskólabörn svarað nýrri spurningu með því að opna jóladagatal á www.umferd.is og komist þannig í verðlaunapott.

Heppinn þáttakandi er dreginn út á hverjum degi og fær hann skemmtileg verðlaun.

Allir þátttakendur geta merkt svör sín með nafni bekkjar og skóla og komist þannig í sérstakan bekkjarverðlaunapott.

Nemendur og bekkir eru hvattir til að taka þátt í jóladagatalinu, sem er í senn skemmtilegt og fræðandi.

Hver veit – kannski vinnur bekkurinn þinn pítsuveislu!

Jóladagatalið verður á www.umferd.is frá 1. desember til 24. desember.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .