jlasveinar.jpg

Jólasveinar einn og átta …

jlasveinar.jpg

Útikennslan er í góðum gír í rökkri vetrarmorgunsins. Riturnar hittust í þinginu snemma morguns með kennurum sínum þar sem voru kertaljós og tendrað var lítið bál. Allir voru með jólasveinahúfur, ennisljós eða vasaljós. Kvæðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum var lesið og nemendur komu fram og fengu leikmuni eftir því sem við á. Í dag var sérstök stemning þar sem komu smá snjókorn meðan stóð á þingstörfum og settu ævintýraljóma á leiksviðið. Í lokin gengur riturnar inn í stofuna sína í  jólasveinaröð og fengu heitt kakó með nestinu sínu.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .