Ömurlegir eineltistilburðir

Næstkomandi föstudag hefur verið boðaður á Feisbúkk "kick a ginger day" og þá á að sparka í þá sem eru rauðhærðir. Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Fyrir ári síðan máttu rauðhærðir krakkar þola mikið ofbeldi í skólum vestan hafs.

Þessi fáránleiki má ekki ná hingað. Við biðjum ykkur um að ræða þetta við ykkar krakka og kennarar munu einnig tala við bekkina sína.

Ef einhver nemandi fer að haga sér með þeim hætti sem þarna er boðaður verður brugðist hart við. Skólinn með þeim úrræðum sem hann hefur og félagsmiðstöðin hefur ákveðið að útiloka þá frá starfinu þar í einn mánuð.

Tökum höndum saman og komum í veg fyrir svona ömurlega eineltistilburði.

legmeistarar_heirair_001small.jpg

Legómeistarar heiðraðir

legmeistarar_heirair_001small.jpg
Legómeistararnir, Róbóbóbó, voru heiðraðir með miklu lófataki í sal skólans í gær þar sem söfnuðust saman nemendur skólans og starfsfólk. legmeistarar_heirair_004small.jpgLególiðið endurtók skemmtiatriði sem þeir fluttu í keppninni og sungu og léku svokallaðan Legóbílablús við mikinn fögnuð áheyrenda. Í dag kom svo iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, hitti legómeistarana og fékk kynningu á verkefninu þeirra.  

Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla

Sjálfsmatsskýrsla Salaskóla 2007-2009 er komin út. Hún hefur verið birt á heimasíðu skólans undir hlekknum skólinn > mat á skólastarfi. Í skýrslunni er gerð grein fyrir sjálfsmatsaðferðum skólans og þar er matsáætlun næstu ára. Greint er frá niðurstöðum úr ýmsum könnunum og prófum og að síðustu er umbótaáætlun. Við hvetjum foreldra til að kynna sér skýrsluna.

dagbkin.jpg

Sigur hjá Róbóbóbó

dagbkin.jpgLególíð Salaskóla, Róbóbóbó, náði frábærum árangri í Legókeppninn First Lego League sem haldin var í dag, 7. nóvember, í Keili í Reykjanebæ. Liðið sýndi mikla samhæfni og sérlega góða færni í öllum hlutum keppninnar og endaði sem sigurvegari og FLL- meistari 2009 á Íslandi.

Einnig fengu þeir sérstök verðlaun fyrir góðar dagbókarfærslur og besta hönnun á vélmenni. Sigurinn gefur þeim rétt til þátttöku í Evrópukeppni FLL sem haldin verður í Tyrklandi í apríl 2010. Liðsmönnum Róbóbóbó og liðsstjórum eru færðar hamingjuóskir. en þau uppskera nú í samræmi við mikla og óeigingjarna vinnu síðustu vikna. Meira á www.firstlego.is og á heimasíðu Róbóbóbó.

bell.jpg

Brunaæfingu lokið

bell.jpgÍ morgun fór fram brunaæfing þar sem okkar stóra skólahúsnæði var rýmt samkvæmt rýmingaráætlun skólans. Æfingin gekk mjög vel í alla staði – nemendur og starfsfólk stóð sig með prýði. Næst verður farið yfir áætlunina í heild sinni og henni breytt ef reynslan sýnir að þörf er á slíku.

Brunaæfing á næstunni

Fyrirhugað er að hafa brunaæfingu í skólanum einhvern næstu daga – þar sem húsið verður tæmt á sem stystum tíma.  Með æfingunni er verið að sannreyna öryggsiaætlun skólans og gera endurbætur ef einhverjir annmarkar koma í ljós.

ruistui.jpg

Leiksýningin Rúi og Stúi

Kópavogsdeild Rauða krossins og Leikfélag Kópavogs hafa tekið upp samstarf í tengslum við barnasýninguna Rúa og Stúa sem Leikfélagið sýnir og er ætluð nemendum í 1.- 5. bekk.  Þriðjungur af andvirði hvers miða á sýninguna fer til styrktar barna- og ungmennastarfi Kópavogsdeildar Rauða krossins.

ruistui.jpgLeikhúsgestir geta þannig slegið tvær flugur í einu höggi, stutt börn og ungmenni í gegnum hjálparstarf Rauða krossins og notið bráðskemmtilegrar leiksýningar. Markmið samstarfsins er meðal annars að efla samstarf félagasamtaka i Kópavogi.

Um leiksýninguna:

Rúi og Stúi eru sérkennilegir uppfinningamenn sem hafa fundið upp vél sem getur búið til eða lagað hvað sem er. Bæjarbúar eru afar ánægðir með vélina eins og gefur að skilja en blikur eru á lofti þegar vélin bilar og bæjarstjórinn hverfur. Samtímis fer skuggalegur karakter á kreik í bænum og undarlegustu hlutir fara að hverfa úr fórum bæjarbúa.

Sex leikarar taka þátt í sýningunni sem er í leikstjórn Harðar Sigurðarsonar. Aðstoðarleikstjóri og allsherjarreddari er Sigrún Tryggvadóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir sér um leikmynd og lýsingu annast Arnar Ingvarsson og Skúli Rúnar Hilmarsson. Fjölmargir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóg til að gera sýninguna sem best úr garði.

lauf.jpg

Vetrarleyfi framundan

Vetrarleyfi nemenda og starfsfólks í Salaskóla verður 29. og 30. október. Mánudaginn 2. nóvember er einnig frí hjá nemendum vegna skipulagsdags kennara. Nemendur koma í skólann aftur þri. 3. nóv. skv. stundaskrá. Dægradvöl er lokuð á vetrarleyfisdögum en verður opin mán. 2. nóv.
lauf.jpg

kpavogsmt_-_sveitakeppni__skk_2009_0033.jpg

Kópavogsmótið í skák

kpavogsmt_-_sveitakeppni__skk_2009_0033.jpg
Kópavogsmótið í skák, sveitakeppni 2009, var haldið hér í Salaskóla í dag 16. október. Alls kepptu 13 lið í eldri flokki og 22 lið í yngri flokki eða alls 35 lið sem er algert met í skákmóti í Kópavogi. Aldrei hefur mótið verið stærra. Hér í skólanum voru
140 keppendur auk varamanna að hugsa um skák í dag, líklega um 160 keppendur.
 

Hjallaskóli kom sá og sigraði í yngri flokki og Salaskóli sigraði í eldri flokki,