Næstkomandi föstudag hefur verið boðaður á Feisbúkk "kick a ginger day" og þá á að sparka í þá sem eru rauðhærðir. Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Fyrir ári síðan máttu rauðhærðir krakkar þola mikið ofbeldi í skólum vestan hafs.
Þessi fáránleiki má ekki ná hingað. Við biðjum ykkur um að ræða þetta við ykkar krakka og kennarar munu einnig tala við bekkina sína.
Ef einhver nemandi fer að haga sér með þeim hætti sem þarna er boðaður verður brugðist hart við. Skólinn með þeim úrræðum sem hann hefur og félagsmiðstöðin hefur ákveðið að útiloka þá frá starfinu þar í einn mánuð.
Tökum höndum saman og komum í veg fyrir svona ömurlega eineltistilburði.


Lególiðið endurtók skemmtiatriði sem þeir fluttu í keppninni og sungu og léku svokallaðan Legóbílablús við mikinn fögnuð áheyrenda. Í dag kom svo iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, hitti legómeistarana og fékk kynningu á verkefninu þeirra. 
Lególíð Salaskóla, Róbóbóbó, náði frábærum árangri í Legókeppninn First Lego League sem haldin var í dag, 7. nóvember, í Keili í Reykjanebæ. Liðið sýndi mikla samhæfni og sérlega góða færni í öllum hlutum keppninnar og endaði sem sigurvegari og FLL- meistari 2009 á Íslandi. 
Í morgun fór fram brunaæfing þar sem okkar stóra skólahúsnæði var rýmt samkvæmt rýmingaráætlun skólans. Æfingin gekk mjög vel í alla staði – nemendur og starfsfólk stóð sig með prýði. Næst verður farið yfir áætlunina í heild sinni og henni breytt ef reynslan sýnir að þörf er á slíku. 



