Ömurlegir eineltistilburðir

Næstkomandi föstudag hefur verið boðaður á Feisbúkk "kick a ginger day" og þá á að sparka í þá sem eru rauðhærðir. Við höfum verulegar áhyggjur af þessu. Fyrir ári síðan máttu rauðhærðir krakkar þola mikið ofbeldi í skólum vestan hafs.

Þessi fáránleiki má ekki ná hingað. Við biðjum ykkur um að ræða þetta við ykkar krakka og kennarar munu einnig tala við bekkina sína.

Ef einhver nemandi fer að haga sér með þeim hætti sem þarna er boðaður verður brugðist hart við. Skólinn með þeim úrræðum sem hann hefur og félagsmiðstöðin hefur ákveðið að útiloka þá frá starfinu þar í einn mánuð.

Tökum höndum saman og komum í veg fyrir svona ömurlega eineltistilburði.

Birt í flokknum Fréttir.