Jólaþorp Salaskóla er löngu orðin árleg hefð en í ár var þorpið sett upp í níunda sinn af nemendum í 7. bekk í samstarfi við smiðjukennara skólans. Þorpið hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kirkju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Í dag, 5.desember, var jólaþorpið formlega opnað og voru fyrstu gestirnir nemendur í 1. bekk en það er mjög vinsælt að koma í heimsókn og skoða þorpið enda hellist jólaandinn yfir þá sem það gera. Við hvetjum foreldra og aðra áhugasama að koma og líta á þorpið við tækifæri.
Category Archives: Fréttir
Starfsmaður óskast á frístundarheimili
Vegna forfalla vantar okkur starfsmann á frístundaheimili Salaskóla til áramóta! Þetta er t.d. tilvalið tækifæri fyrir skólafólk! Vinnutími er kl. 13:00-16:00/16:30 og til greina kemur að tveir aðilar skipti þessu með sér, annar vinni 3 daga í viku og hinn 2 daga í viku.
Í Salaskóla er góður starfsandi og á frístundaheimilinu er einvalalið sem vinnur vel saman í lifandi og skemmtilegu umhverfi.
Ef þið þekkið frábært fólk sem kæmi til greina – þá endilega látið skólastjóra vita 😊 kristins@kopavogur.is
Styrkveiting til Salaskóla
Salaskóli hlaut á dögunum styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar til að efla forritunarkennslu á yngsta stigi skólans að upphæð 188.980 krónur. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga nemenda á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.
Ákveðið var að fjárfesta í Blue-Bot eða Bjöllunni sem er áhugaverður smá róbóti sem hentar einstaklega vel til að kenna börnum grunnhugtök forritunar á einfaldan og lærdómsríkan hátt. Hægt er að forrita Bjölluna með því að ýta á takkana á tækinu sjálfu eða með spjaldtölvu. Tilvalið er að blanda forritun og sköpun saman með þvi að búa til að mynda til þrautabrautir úr fjölbreyttum efnivið. Við í Salaskóla erum mjög spennt fyrir þessari nýju viðbót og hlökkum til að kynna Bjölluna fyrir nemendum okkar. Við þökkum Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn.
Skólasetning Salaskóla
Skólaárið 2022-2023 hefst með skólasetningu þriðjudaginn 23. ágúst 2022.
Skólasetning nemenda í 1. bekk fer fram í viðtölum við umsjónarkennara samkvæmt tímabókunum 22.-23. ágúst og munu foreldrar fá upplýsingar um það frá umsjónarkennurum.
Skólasetning annarra nemenda er sem hér segir:
2.-4. bekkur mæting kl. 9:00
5.-7. bekkur mæting kl. 10:00
8.-10. bekkur mæting kl. 11:00
Skólasetning verður standandi athöfn og fer fram í opnu rými við aðal inngang skólans. Eftir stutta tölu skólastjórnenda fara nemendur í skólastofur sínar með umsjónarkennurum. Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum til skólasetningar.
Kennsla hefst miðvikudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrám.
Frístundaheimilið fyrir nemendur í 1.-4. bekk opnar fyrsta kennsludag fyrir þau börn sem þar eru skráð. Athugið að frístundaheimilið er lokað mánudag 22. ágúst og þriðjudag 23. ágúst.
Salaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum og/eða frístundaleiðbeinendum.
Salaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa og/eða frístundaleiðbeinendur.
Í Salaskóla eru tæplega 600 nemendur og um 100 starfsmenn. Í skólanum er faglegt og metnaðarfullt starf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Í störfunum felst stuðningur við nemendur í námi og leik. Fyrri hluta dags er unnið með nemendum í kennslustundum og eftir hádegi í frístundastarfi – til greina kemur að ráða starfsmenn í fullt starf eða hlutastarf sem væri þá ýmist fyrir eða eftir hádegi.
Hér má finna nánari upplýsingar og til þess að sækja um : alfred.is/starf/salaskoli
ÚTSKRIFT 10. BEKKINGA OG SKÓLASLIT Í 1.-9. BEKK
10. bekkingar verða útskrifaðir föstudaginn 3. júní kl. 11:00 í Lindakirkju.
Foreldrar hafa fengið upplýsingar um útskriftina í tölvupósti.
Þriðjudaginn 7. júní 2022 eru skólaslit í Salaskóla.
Tímasetningar eru sem hér segir.
1.-4. bekkur:
kl. 8:30 Mæting í skóla í stofu hjá umsjónarkennara.
kl. 9:00 Nemendur mæta á sal. Söngur og skólaslit.
Þeir nemendur sem eru skráðir á frístundaheimilið fara beint þangað eftir skólaslit.
5.-7. bekkur:
kl. 9:30 Mæting í skóla í stofu hjá umsjónarkennara.
kl. 10:00 Nemendur mæta á sal. Söngur og skólaslit.
Skóla er lokið hjá nemendum strax eftir skólaslitin og þá fara allir af stað út í sumarfríið.
8. og 9.bekkur:
kl. 10:30 Mæting í skóla í stofu hjá umsjónarkennara.
kl. 11:00 Nemendur mæta á sal. Söngur og skólaslit.
Skóla er lokið hjá nemendum strax eftir skólaslitin og þá fara allir af stað út í sumarfríið.
Ekki er formlega gert ráð fyrir foreldrum við skólaslitin þó þeir séu að sjálfsögðu velkomnir.
Þröngt verður í salnum og nemendur verða þar með kennurum sínum og sitja á gólfinu, svipað og þeir gera á samsöng og öðrum samkomum 🙂