Jólaþorp Salaskóla

Jólaþorp Salaskóla er löngu orðin árleg hefð en í ár var þorpið sett upp í níunda sinn af nemendum í 7. bekk í samstarfi við smiðjukennara skólans. Þorpið hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, kirkju, skíðabrekku, skóg, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Í dag, 5.desember, var jólaþorpið formlega opnað og voru fyrstu gestirnir nemendur í 1. bekk en það er mjög vinsælt að koma í heimsókn og skoða þorpið enda hellist jólaandinn yfir þá sem það gera. Við hvetjum foreldra og aðra áhugasama að koma og líta á þorpið við tækifæri.

Birt í flokknum Fréttir.