Salaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúum og/eða frístundaleiðbeinendum.

Salaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa og/eða frístundaleiðbeinendur.

Í Salaskóla eru tæplega 600 nemendur og um 100 starfsmenn. Í skólanum er faglegt og metnaðarfullt starf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Í störfunum felst stuðningur við nemendur í námi og leik. Fyrri hluta dags er unnið með nemendum í kennslustundum og eftir hádegi í frístundastarfi – til greina kemur að ráða starfsmenn í fullt starf eða hlutastarf sem væri þá ýmist fyrir eða eftir hádegi.

Hér má finna nánari upplýsingar og til þess að sækja um : alfred.is/starf/salaskoli

Birt í flokknum Fréttir.