Enn þá verkfall í Kópavogi / still strike in Kópavogur

Ekki er búið að semja við Eflingarfólk í Kópavogi og verkfall þeirra heldur því áfram. Minni á að nemendur þurfa að koma með nesti bæði fyrir morgun, hádegi og þeir sem eru í dægradvöl þurfa fyrir síðdegið líka. Nestið verður að vera smurð samloka, ávöxtur eða eitthvað sem ekki þarf hníf, gaffal eða skeið í. Ekki er hægt að nota samlokugrill og örbylgjuofn, þar sem þeir sem þrífa þessi tæki eru í verkfalli. Af sömu ástæðu er heldur ekki hægt að fá heitt vatn í núðlusúpur. Gott er að nemendur hafa með sér vatnsbrúsa eða glas til drekka úr, því við getum ekki lánað þeim glös.

Eflingar people in Kopavogur are still on strike. Remember that students need to bring something to eat both for morning, lunch and those who are in dægradvöl need also for the afternoon too. It must be a sandwich, fruit or something that does not require a knife, fork or spoon. They can not heat their sandwicehes and microwaves cannot be used, as those who clean these are on strike. For the same reason, hot water in noodle soups is also not available. It is good for students to bring a water jug or a glass to drink from, because we cannot lend them a glass.

Skólastarf í dag 9. mars

Verkfalli Starfsmannafélags Kópavogs hefur verið aflýst. Ritari, húsvörður, stuðningsfulltrúar og starfsfólk dægradvalar mætir því til vinnu í dag og dægradvölin er opin eins og venjulega
Þeir skólaliðar sem eru í Eflingu vinna til hádegis og hjá þeim hefst verkfall kl. 12:00. Mötuneytið verður lokað í hádeginu og ekki boðið upp á hádegismat. Við verðum hins vegar með ávexti fyrir þá sem eru með ávaxtaáskrift. Gæsla í útvakt verður með eðlilegum hætti til kl. 12 en frá 12 – 1230 verða eitthvað færri á vakt á skólalóð en venjulega.

Verkföll hafa mikil áhrif á skólastarf í Salaskóla frá og með 9. mars

Starfsmannafélag Kópavogs (SFK) og Efling hafa boðað verkföll 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og
26. mars. og 31. mars og 1. apríl og ótímabundið frá 15. apríl.

Starfsmenn Eflingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 9. mars. Þeir sinna m.a. öllum þrifum í skólanum og gæslu nemenda í frímínútum.

Starfsmenn SFK hafa boðað verkfall á tilteknum dagsetningum, fyrst 9. og 10. mars. Starfsmenn SFK er m.a. húsvörður, ritari, skólaliðar og stuðningsfulltrúar. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls. Foreldrum er bent á að skrá forföll nemenda í Mentor og takmarka símhringingar.

Ef til verkfalls kemur þá munu áhrif verkfalls m.a. verða með eftirfarandi hætti :

Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars

– Mötuneyti verður lokað frá mánudeginum 9. mars. Nemendur þurfa að koma með nesti í skólann.
– Stuðningsfulltrúar verða í verkfalli og nemendur sem hafa fengið stuðning frá þeim verða án hans.
– Skólinn verður ekki þrifinn frá og með mánudeginum 9. mars.
– Frímínútnagæsla skólaliða fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars. Í Salaskóla verða því enginn til þrír starfsmenn sem sinna almennri gæslu í útivist þessa daga og þurfa að hafa auga með allt að 330 nemendum.
– Frístund verður lokuð frá og með mánudeginum 9. mars.
– Félagsmiðstöð verður lokuð þá daga sem SFK er í verkfalli.

Miðvikudagur 11. mars
– Mötuneyti verður lokað frá mánudeginum 9. mars. Nemendur þurfa að koma með nesti í skólann.
– Skólinn verður ekki þrifinn frá og með mánudeginum 9. mars.
– Frímínútnagæsla skólaliða fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars. Í Salaskóla verða því enginn til þrír starfsmenn sem sinna almennri gæslu í útivist þessa daga og þurfa að hafa auga með allt að 330 nemendum.
– Frístund verður lokuð frá og með mánudeginum 9. mars.
– Félagsmiðstöð verður lokuð þá daga sem SFK er í verkfalli.

Fimmtudagur 12. mars. Nánari upplýsingar berast síðar.

Til foreldra vegna COVID-19 / To parents because of the COVID-19 coronavirus

Ágætu foreldrar / forráðamenn
 
Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is
Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau fara í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis.
Foreldrum barna með skert ónæmiskerfi eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum að ráðfæra sig við viðkomandi sérfræðing eða heimilislækni.
Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.
 
_________________________________________________________________________
 
Information for parents / guardians
 
To parents and guardians
As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus
The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is
Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health.
Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor.
Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas.

Öskudagur, árshátíð, vetrarleyfi og einn skipulagsdagur

Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísidagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Unglingadeildin hefur fengið sína dagskrá og valið sig inn á verkefni.

Nemendur í 1. – 7. bekk: Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn geti það. Allir eiga að vera mættir í sínar stofur kl. 9:00.
Ávextir eru í nestistímanum eins og venjulega og kl. 11:30 – 12:00 er boðið upp á pylsur. Ekkert nammi eða nammipokar í skólanum. Skólastarfið er búið kl. 12:00 og þá opnar dægradvölin fyrir þá sem þar eru.

Árshátíð unglingadeildar er á fimmtudagskvöldið. Þar verður örugglega gaman enda margt til skemmtunar eins og venjulega og góður matur. Unglingadeildin fær frí í fyrsta tíma á föstudeginum.

Vetrarleyfi eru í næstu viku, 5. og 6. mars. Þá er skólinn alveg lokaður, dægradvölin líka

Skipulagsdagur er mánudaginn 23. mars. Dægradvölin er opin þennan dag.

Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins / Today is International Mother Language Day

Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins.

Í tilefni þess verður tungumálabasar í Gerðubergi á morgun, 22.febrúar, fyrir alla áhugasama um ýmis móðurmál. Frekari upplýsingar má sjá á:
https://www.facebook.com/events/266222847691590/

 

Today is International Mother Language Day. To celebrate this there will be a festive language bazar in Gerðuberg tomorrow, 22nd February, for all those that are interested in different languages. More information on:

https://www.facebook.com/events/266222847691590/