Öskudagur, árshátíð, vetrarleyfi og einn skipulagsdagur

Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísidagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Unglingadeildin hefur fengið sína dagskrá og valið sig inn á verkefni.

Nemendur í 1. – 7. bekk: Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn geti það. Allir eiga að vera mættir í sínar stofur kl. 9:00.
Ávextir eru í nestistímanum eins og venjulega og kl. 11:30 – 12:00 er boðið upp á pylsur. Ekkert nammi eða nammipokar í skólanum. Skólastarfið er búið kl. 12:00 og þá opnar dægradvölin fyrir þá sem þar eru.

Árshátíð unglingadeildar er á fimmtudagskvöldið. Þar verður örugglega gaman enda margt til skemmtunar eins og venjulega og góður matur. Unglingadeildin fær frí í fyrsta tíma á föstudeginum.

Vetrarleyfi eru í næstu viku, 5. og 6. mars. Þá er skólinn alveg lokaður, dægradvölin líka

Skipulagsdagur er mánudaginn 23. mars. Dægradvölin er opin þennan dag.

Birt í flokknum Fréttir.