Til foreldra vegna COVID-19 / To parents because of the COVID-19 coronavirus

Ágætu foreldrar / forráðamenn
 
Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is
Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau fara í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis.
Foreldrum barna með skert ónæmiskerfi eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum að ráðfæra sig við viðkomandi sérfræðing eða heimilislækni.
Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.
 
_________________________________________________________________________
 
Information for parents / guardians
 
To parents and guardians
As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus
The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is
Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health.
Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor.
Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas.

Öskudagur, árshátíð, vetrarleyfi og einn skipulagsdagur

Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísidagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Unglingadeildin hefur fengið sína dagskrá og valið sig inn á verkefni.

Nemendur í 1. – 7. bekk: Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn geti það. Allir eiga að vera mættir í sínar stofur kl. 9:00.
Ávextir eru í nestistímanum eins og venjulega og kl. 11:30 – 12:00 er boðið upp á pylsur. Ekkert nammi eða nammipokar í skólanum. Skólastarfið er búið kl. 12:00 og þá opnar dægradvölin fyrir þá sem þar eru.

Árshátíð unglingadeildar er á fimmtudagskvöldið. Þar verður örugglega gaman enda margt til skemmtunar eins og venjulega og góður matur. Unglingadeildin fær frí í fyrsta tíma á föstudeginum.

Vetrarleyfi eru í næstu viku, 5. og 6. mars. Þá er skólinn alveg lokaður, dægradvölin líka

Skipulagsdagur er mánudaginn 23. mars. Dægradvölin er opin þennan dag.

Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins / Today is International Mother Language Day

Í dag er Alþjóðadagur móðurmálsins.

Í tilefni þess verður tungumálabasar í Gerðubergi á morgun, 22.febrúar, fyrir alla áhugasama um ýmis móðurmál. Frekari upplýsingar má sjá á:
https://www.facebook.com/events/266222847691590/

 

Today is International Mother Language Day. To celebrate this there will be a festive language bazar in Gerðuberg tomorrow, 22nd February, for all those that are interested in different languages. More information on:

https://www.facebook.com/events/266222847691590/  

6. og 7. bekkur fer á skíði í dag

Það er opið í Bláfjöllum í dag og það verður því skíðadagur hjá 6. og 7. bekkingum. Það blæs svolítið í fjöllunum en vindur er að ganga niður og búast má við fínu veðri þegar líður á morguninn. Það verður kalt og allir verða að vera vel klæddir og muna eftir nestinu. Rúturnar fara frá skólanum kl. 9:15 og nemendur verða að mæta tímanlega. Góða skemmtun!

7. bekkur í samstarfi við jafnaldra í Japan

Krakkarnir í 7. bekk eru með samstarfsverkefni við jafnaldra sína í japönsku skóla. Þetta er hluti af alþjóðlegu samstarfi Salaskóla sem UNESCO skóla. Þau hafa átt í ýmsum samskiptum, hist á „skype“- fundum og skipst  á ýmsum upplýsingum.

Þau gerðu svo þetta listaverk í samstarfi við japönsku krakkana. Japönsku krakkarnir máluðu einn helminginn og við hinn og sendum svo út til Japans. Þetta verður sýnt á Ólympíuleikunum í ár. Glæsilegt hjá þeim!

 

Fullkomið hljóðver opnað í Salaskóla

Í Salaskóla erum við að taka í notkun glænýtt, fullkomið hljóðver. Þar verður hægt að taka upp tónlist, hlaðvörp og bara það sem okkur dettur í hug. Heiðurinn af þessu hljóðveri eiga nokkrir krakkar í 9. og 10. bekk sem settu fram vel mótaða hugmynd, studda af fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn og skólinn og félagsmiðstöðin Fönix tóku höndum saman með þessum nemendum og gerðu hugmyndina að veruleika.  Nemendurnir tóku að sér að útbúa góða aðstöðu fyrir hljóðverið, máluðu, einangruðu og settu upp þann búnað sem þurfti. Hljóðverið verður tekið í notkun eftir helgi og má því vænta þess að á næstunni verði settir í loftið hlaðvarpsþættir af ýmsu tagi ásamt frumsaminni tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Hljóðverið bætist við góðan aðbúnað í Salaskóla en áður var búið að koma upp góðu tækniveri og aðstöðu til myndvinnslu . Allt þetta ýtir undir fjölbreytta nálgun í námi og gefur nemendur færi á að vinna verkefni í hæsta gæðaflokki.

Þess má geta að um leið og hljóðverið opnar fer af stað valgrein sem nýtir aðstöðuna og nemendur sjá sjálfir um að námið og kennsluna. Þekking á þessu sviði liggur hjá þeim og þeir mun læra hver af öðrum og leita saman að lausnum á þeim verkefnum sem mæta þeim.