Verkföll hafa mikil áhrif á skólastarf í Salaskóla frá og með 9. mars

Starfsmannafélag Kópavogs (SFK) og Efling hafa boðað verkföll 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og
26. mars. og 31. mars og 1. apríl og ótímabundið frá 15. apríl.

Starfsmenn Eflingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 9. mars. Þeir sinna m.a. öllum þrifum í skólanum og gæslu nemenda í frímínútum.

Starfsmenn SFK hafa boðað verkfall á tilteknum dagsetningum, fyrst 9. og 10. mars. Starfsmenn SFK er m.a. húsvörður, ritari, skólaliðar og stuðningsfulltrúar. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls. Foreldrum er bent á að skrá forföll nemenda í Mentor og takmarka símhringingar.

Ef til verkfalls kemur þá munu áhrif verkfalls m.a. verða með eftirfarandi hætti :

Mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars

– Mötuneyti verður lokað frá mánudeginum 9. mars. Nemendur þurfa að koma með nesti í skólann.
– Stuðningsfulltrúar verða í verkfalli og nemendur sem hafa fengið stuðning frá þeim verða án hans.
– Skólinn verður ekki þrifinn frá og með mánudeginum 9. mars.
– Frímínútnagæsla skólaliða fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars. Í Salaskóla verða því enginn til þrír starfsmenn sem sinna almennri gæslu í útivist þessa daga og þurfa að hafa auga með allt að 330 nemendum.
– Frístund verður lokuð frá og með mánudeginum 9. mars.
– Félagsmiðstöð verður lokuð þá daga sem SFK er í verkfalli.

Miðvikudagur 11. mars
– Mötuneyti verður lokað frá mánudeginum 9. mars. Nemendur þurfa að koma með nesti í skólann.
– Skólinn verður ekki þrifinn frá og með mánudeginum 9. mars.
– Frímínútnagæsla skólaliða fellur niður frá og með mánudeginum 9. mars. Í Salaskóla verða því enginn til þrír starfsmenn sem sinna almennri gæslu í útivist þessa daga og þurfa að hafa auga með allt að 330 nemendum.
– Frístund verður lokuð frá og með mánudeginum 9. mars.
– Félagsmiðstöð verður lokuð þá daga sem SFK er í verkfalli.

Fimmtudagur 12. mars. Nánari upplýsingar berast síðar.

Birt í flokknum Fréttir.