Skólastarf í dag 9. mars

Verkfalli Starfsmannafélags Kópavogs hefur verið aflýst. Ritari, húsvörður, stuðningsfulltrúar og starfsfólk dægradvalar mætir því til vinnu í dag og dægradvölin er opin eins og venjulega
Þeir skólaliðar sem eru í Eflingu vinna til hádegis og hjá þeim hefst verkfall kl. 12:00. Mötuneytið verður lokað í hádeginu og ekki boðið upp á hádegismat. Við verðum hins vegar með ávexti fyrir þá sem eru með ávaxtaáskrift. Gæsla í útvakt verður með eðlilegum hætti til kl. 12 en frá 12 – 1230 verða eitthvað færri á vakt á skólalóð en venjulega.
Birt í flokknum Fréttir.