Enn þá verkfall í Kópavogi / still strike in Kópavogur

Ekki er búið að semja við Eflingarfólk í Kópavogi og verkfall þeirra heldur því áfram. Minni á að nemendur þurfa að koma með nesti bæði fyrir morgun, hádegi og þeir sem eru í dægradvöl þurfa fyrir síðdegið líka. Nestið verður að vera smurð samloka, ávöxtur eða eitthvað sem ekki þarf hníf, gaffal eða skeið í. Ekki er hægt að nota samlokugrill og örbylgjuofn, þar sem þeir sem þrífa þessi tæki eru í verkfalli. Af sömu ástæðu er heldur ekki hægt að fá heitt vatn í núðlusúpur. Gott er að nemendur hafa með sér vatnsbrúsa eða glas til drekka úr, því við getum ekki lánað þeim glös.

Eflingar people in Kopavogur are still on strike. Remember that students need to bring something to eat both for morning, lunch and those who are in dægradvöl need also for the afternoon too. It must be a sandwich, fruit or something that does not require a knife, fork or spoon. They can not heat their sandwicehes and microwaves cannot be used, as those who clean these are on strike. For the same reason, hot water in noodle soups is also not available. It is good for students to bring a water jug or a glass to drink from, because we cannot lend them a glass.

Birt í flokknum Fréttir.