Stærðfræði | Íslenska | Landið | Náttúran | Ýmislegt | Þrautir |
![]() Rökhugsun |
![]() Ritum rétt |
|
|||
![]() Reiknum |
|||||
Tangram |
|||||
Yatsi |
|||||
Að skrifa rétt |
Honoloku |
![]() Hugarleikfimi |
|||
|
|
|
* |
Megintilgangur námsmats er örvun nemenda og námshjálp. Hverjum kennara ber að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. Námsmat fer ekki einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu.
Nemendur fá skriflega umsögn tvisvar á skólaárinu, í janúar og í júní. Matið er m.a. sett fram skriflega og leitast við að benda á sterkar hliðar hjá nemendum, auk þess sem við hvetjum til dáða á öllum sviðum. Við
vonum að með því getum við gefið betri mynd af stöðu nemenda í náminu og gleggri upplýsingar. Við vonum líka að þessi leið stuðli að betri og jákvæðari sjálfsmynd allra nemenda en fátt er mikilvægara nú á tímum. Við viljum hvetja foreldra til að lesa umsagnirnar með börnum sínum og fagna þeim árangri sem náðst hefur. Fátt er börnunum meiri hvatning en fölskvalaus gleði yfir góðum afrekum þeirra.
Umsjónarkennarar kalla alla foreldra til sín tvisvar yfir veturinn. Sjá nánar á skóladagatali.
Foreldrar allra barna í Salaskóla eru boðaðir í morgunkaffi í skólanum fyrir áramót. Morgunfundir þessir hefjast kl. 8:10 og standa til kl. 9:00. Á hverjum fundi eru foreldrar barna í einum árgangi. Fundirnir eru haldnir í sal skólans og er foreldrum boðið upp á kaffi.
Það eru skólastjórnendur sem boða til fundarins. Skólastjóri byrjar fundinn og ræðir um málefni tengd skólanum og svo er orðið gefið laust. Eftir um hálfa klukkustund er farið í stutta skoðunarferð um skólann og endað hjá viðkomandi bekk.
Á hverjum fundi eru foreldrar beðnir um að skrifa á matsblað tvö atriði sem þeir eru ánægðir með í skólastarfinu og tvö atriði sem þeir telja að gætu farið betur. Þetta er svo notað við mat á starfi skólans.
Foreldrar mæta vel á þessa fundi og hafa lýst ánægju sinni með þá og þetta er ómissandi þáttur í skólastarfinu.
Óski nemandi eftir að leyfi frá skóla lengur en í tvo daga þurfa foreldrar nemandans að hafa samband við skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra og fylla út sérstakt eyðublað á skrifstofu skólans. Umsjónarkennari getur veitt leyfi til styttri tíma.
Eyðublað (pdf – óvirkt)