Hækkun á matarverði

Máltíðin í mötuneyti Salaskóla hefur að undanförnu verið á 235 kr. Vegna verðhækkana síðustu mánuði sjáum við okkur tilneydd til að hækka matarverðið í 250 kr. máltíðina. Hækkun þessi gildir frá næstu mánaðamótum.

Við viljum einnig biðja foreldra um að virða gjalddaga, því að við eigum erfitt með að standa í skilum ef gjöldin skila sér ekki á réttum tíma.

Birt í flokknum Fréttir.