snjor.jpg

Fjör í snjónum

snjor.jpgÞað var ekki að sjá að krakkarnir í Salaskóla létu snjóbyl og válynd veður hafa áhrif á leikgleðina í útivistinni í morgun. Fótboltaleikur var í fullum gangi, snjóhús og snjókarlar byggðir og krakkarnir nutu þess greinilega að veltast um í snjónum. Það sást meira að segja í kollinn á Hafsteini skólastjóra þegar betur var að gáð. Þessa dagana er býsna mikilvægt að börnin hafi með sér góðan hlífðarfatnað í skólann svo þau geti notið útiveru sem er svo holl fyrir þau. Fleiri myndir í snjónum.

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi er í skólanum 4. og 5. febrúar. Skipulagsdagur er á öskudag (6. feb.) hjá kennurum og starfsfólki en þá eiga nemendur frí í skólanum. Skólastarf hefst aftur fimmtudaginn 7. febrúar skv. stundaskrá. Njótið vetrarleyfisins!

100daga.jpg

100 daga hátíðin

100daga.jpgÍ dag héldu nemendur í 1. og 2. bekk upp á þann áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum.  Nemendur unnu í stöðvavinnu og voru 4 stöðvar í gangi þar sem fjölbreytt verkefni tengd tölunni 100 og tugum og einingum voru í gangi. Skoðið myndir frá hátíðinni hér.

Til foreldra í Kópavogi

 
Tilkynning frá forvarnarfulltrúa Kópavogs: Næstkomandi 2. febrúar stendur Techno.is fyrir tónleikum á vínveitingastaðnum Broadway. Tvennir tónleikar fara þar fram aðrir fyrir 16 – 20 ára sem fara fram fyrr um kvöldið og síðar um kvöldið fara fram tónleikar fyrir 20 ára og eldri.

 

Það sem fer fyrir brjóstið á okkur sem stöndum að forvörnum, æskulýðsstarfi og reynum að hafa velferð barna og unglinga að leiðarljósi er aðallega tvennt:

Svo virðist sem að börn sem eru yngri geti keypt sér miða á tónleikana, margar leiðir hafa verið nefndar. Hitt er að skemmtunin fyrir 16 ára og eldri  fer fram á vínveitingastað, reyndar verður ekki selt áfengi á fyrri tónleikunum.

Við viljum hvetja foreldra barna yngri en 16 ára til að íhuga vel hvort börn þeirra eigi raunverulegt erindi á svona skemmtanir.

                                             Arnar Ævarsson, forvarnarfulltrúi

rekenweb.jpg

Námsvefir 8. -10. bekkur

 

 Stærðfræði    Íslenska   Landið  Náttúran   Ýmislegt    Þrautir
rekenweb.jpg
Rökhugsun
malfarsmolar
Málfarsmolar

island.jpg
Íslandskort

fuglavefurinn.jpg
Fuglavefurinn 

danks
Danska


Hugarleikfimi

algebra2
Algebra

malfraedigr
Málfræðigreining

new_york
Google Maps

plontur
 Plöntuvefurinn

godnok 
God nok

minni.jpg
Þjálfaðu minnið

reiknum.jpg
Reiknum


Æfingar í stafsetningu

jardfraedi.jpg
Jarðfræðivefurinn

honolulu.jpg

Honoloku

legmeddansk
 Leg med dansk

einbeiting.jpg
Þjálfaðu einbeitnina

almennbrot.jpg
Brotaleikur

 
Ritfærni

fjaranoghafid
Fjaran og hafið- leikir

 smadyr
Greiningarlykill
smádýr


Enska – Um Ísland

oddout.jpg
Þjálfaðu athyglina

 


Ritum rétt


Stjörnufræðivefurinn

litfof
Litróf náttúrunnar 


English game

tangram.jpg

Tangram

 


 Ritbjörg

lond.jpg
Lönd heimsins

 

velritun
Vélritunaræfingar 

yatsi

Yatsi

 

 

 

 

 

 
 

 

 

 

   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

tn_pict08821.jpg

Íslandsmeistari í skák í Salaskóla

tn_pict08821.jpgHildur Berglind Jóhannsdóttir sem er nemandi í Ritum í Salaskóla gerði sér lítið fyrir um helgina og varð Íslandsmeistari stúlkna 10 ára og yngri.  Við óskum Hildi innilega til hamingju með frábæran árangur og óskum henni áframhaldandi góðs gengis.

Þótt vindar blási er Salaskóli opinn

Þrátt fyrir smá gjóstur í morgun þá opnuðum við skólann á venjulegum tíma. Það eru foreldraviðtöl í skólanum, allir kennarar komnir í hús og byrjaðir að ræða við foreldra. Dægradvölin opnaði kl. 8:00.

Að gefnu tilefni viljum við taka fram að skólahald í Salaskóla fellur ekki niður vegna veðurs. Hins vegar er það foreldra að meta hvort þeir senda börn sín í skólann þegar illviðri geisa.

gjf_til_barnaspla_008.jpg

Landspítala afhent gjöf

Krakkarnir í 7. og 8. bekk söfnuðu fé til Landspítala Hringsins í desember með því að halda jólamarkað í skólanum þar sem seld voru jólakort, listaverk, kökur og góðgæti. Ágóðinn var afhentur Landspítalanum við hátíðlega athöfn í sal skólans í morgun þar sem forsvarsmenn Landspítalans tóku við gjöfinni og þökkuðu þann hlýhug sem krakkarnir sýndu í verki.  gjf_til_barnaspla_008.jpg

 

gjf_til_barnaspla_009.jpg

Ekki lengur mannekla í dægradvöl

Í allt haust vantaði okkur starfsfólk í dægradvöl, en með dugnaði starfsfólks þar tókst okkur að halda henni gangandi. Nú um áramótin bættist við starfsfólk og nú er dægradvölin fullmönnuð. Rétt tæplega hundrað börn eru í dægradvölinni og oft mikið fjör á daginn. HK hefur tekið upp samstarf við okkur og við erum einnig að leita samstarfs við önnur íþrótta- og tómstundafélög.