Lið Salaskóla hreppti 2. sætið í sterkum riðli í Skólahreystinni. Liðið var efst að stigum þegar ein grein var eftir en varð að láta í minni pokann fyrir hraustu krökkunum í Lindaskóla.
Í riðlinum voru lið frá 14 skólum í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík. Árangur krakkanna í Salaskóla er því frábær.
Á myndinni eru fjórir af keppendum Salaskóla, þau Adam, Glódís, Rakel og Steingrímur. Auk þeirra voru í liðinu varamennirnir Elísabet og Anton.
Myndir frá keppninni eru á heimasíðu Skólahreysti, http://www.skolahreysti.is/


Það var ekki að sjá að krakkarnir í Salaskóla létu snjóbyl og válynd veður hafa áhrif á leikgleðina í útivistinni í morgun. Fótboltaleikur var í fullum gangi, snjóhús og snjókarlar byggðir og krakkarnir nutu þess greinilega að veltast um í snjónum. Það sást meira að segja í kollinn á Hafsteini skólastjóra þegar betur var að gáð. Þessa dagana er býsna mikilvægt að börnin hafi með sér góðan hlífðarfatnað í skólann svo þau geti notið útiveru sem er svo holl fyrir þau. Fleiri 
Í dag héldu nemendur í 1. og 2. bekk upp á þann áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum.
































Hildur Berglind Jóhannsdóttir sem er nemandi í Ritum í Salaskóla gerði sér lítið fyrir um helgina og varð Íslandsmeistari stúlkna 10 ára og yngri. Við óskum Hildi innilega til hamingju með frábæran árangur og óskum henni áframhaldandi góðs gengis.